Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 14
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: „ATLANTSHAFSBANDALAGIГ Auðvald Evrópu hángir á horriminni í helstu ríkjum sunnan og vestanverðrar álfunnar svosem Einglandi, Frakklandi, Ítalíu og Þýska- landi, en er aldauða jafnvel sem leifar í þeim hluta Miðevrópu og Suð- urevrópu sem mælir á slavneskar túngur, að viðbættum Eystrasalts- löndum, Úngverjalandi og Rúmeníu. í ýmsum löndum Evrópu, þará- meðal því ríki álfunnar sem stærst er í landfræðilegum skilníngi og voldugast stjórnmálalega, Rússlandi, er kapítalismi ekki aðeins al- dauða, heldur heyrir öll auðvaldsstarfsemi undir almenna refsilög- gjöf þar í landi. Þær leifar kapítalisma sem enn hjara í Evrópu eru búnar að missa rót sína í fólkinu og eru í fullgerðri mótsögn við sið- ferðisvitund aldarinnar, enda svo að þeim þreingt að ekkert getur leingt andlátsstundir þeirra nema innspýting blóðs frá einokunarauð- valdi Ameríku; en það boðar í raun og veru að ameríska einokunar- auðvaldið sé að uppsvelgja jarðneskar leifar kapítalismans í Evrópu. Eingu að síður er mikill hluti borgarastéttarinnar í Evrópu skilorðs- bundinn kapítalisma bæði af uppeldi sínu og arfgeinginni menníngu; en erfðamenníng og hugmyndir innrættar mönnum í uppeldinu missa furðu fljótt afl sitt ef allur hagfræðilegur grundvöllur þeirra er horf- inn, gamall hugsunarháttur þjóða getur liðið undir lok í einni kyn- slóð ef hann er ekki hagfræðilega grundvallaður. Maðurinn er hagsýn vera og teingist ósjálfrátt þeim hlutum þar sem hann sér hag sinn, en missir samband við hlutinn og áhuga fyrir honum ef hann kemst að raun um að verið hafi um falska forspeglun að ræða. I ýmsum lönd- um Evrópu þar sem lýðræðisöfl hafa á laungum tíma náð því að milda kapítalismann, löndum þar sem allfjölmenn borgarastétt hefur á liðn- um tíma og altframundir síðustu heimsstyrjöld notið góðs í skjóli kapítalismans, þar eimir vitaskuld leingst eftir af teingslum við þessa

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.