Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 17
.ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ'
7
Nú skal sú villa Vesturevrópu og Ameríku leiðrétt, að hafa ekki mar-
sérað á móti Sovétríkjunum einsog Hitler vildi í síðasta heimsstríði.
Það er til marks um ofurkapp auðvaldsins í þetta sinn, að þar sem
borgarastétt Hitlersþýskalands vildi ekki aðeins vinna til að missa
smjörið ofanaf brauðinu sínu, þá eru borgaralegar ríkisstjórnir víðs-
vegar um Evrópu fúsar til að afnema fullveldi landa sinna og útrýma
því þjóðernisstolti sem verið hefur fjöregg margra þessara þjóða um
þúsund ára skeið og sumstaðar leingur. Hallvarður Lángi brýst út úr
samfélagi norrænu þjóðanna og býður auðhríngum Ameríku nákvæm-
lega það sama sem Vidkun Kvisling vildi bjóða og bauð auðhríngum
Þýskalands, alt til þess að sigrast á róttækri verklýðsstefnu í heiminum,
og þarmeð er Noregur og Francóspánn orðnir bandamenn í kross-
ferðinni gegn kommúnismanum — enda eiga báðar þjóðirnar Noregur
og Spánn sammerkt í því að hafa ekki að éta og varla ígángsklæði
utaná kroppinn. Og þó Hallvarður Lángi viti vel að Kvisling og Ter-
boven eyddu sjöttahluta af öllum þjóðarauði Noregs í „krossferðina
gegn bolsévismanum“, þá er krossferðarandi hans gegn frelsurum
Norðurnoregs svo sterkur að hann vill vinna til að afhenda afgánginn
af auði Noregs og fullveldi Noregs í þokkabót, í von um að takast
mætti að þjarma að Ráðstjórnarríkjunum í stríði því sem sálufélagar
hans vestanhafs vona að fá að heya gegn þeim. Og með spori því sem
hann steig á dögunum tókst honurn að þvæla hálfri Skandínavíu inn í
stríðsfélagið, og liggur nú við borð að þrjú Norðurlandanna verði
bundin aftaní stríðsvagn þann, okkur óvarðandi, sem Wallstreetbúar
vilja umfram alt aka til Kremls — sömu leið og Hitler. Það er sagt að
þá sem guðirnir vilji tortíma æri þeir fyrst.
Sá „sáttmáli“ og „bandalag“ gegn alþýðu heimsins, og þó sérstak-
lega skipulögðum verkalýð allra landa, sem auðvald Bandaríkjanna
er nú að basla við að þrýsta uppá ýmis ríki í Norður-, Vestur- og
Suðurevrópu er allra hluta ólíklegastur til að sameina evrópuþjóðir
amerísku auðvaldi þó ýmsir valdamenn amerískir haldi svo vegna
stjórnmálavanþekkíngar sinnar fullkominnar, en hún er í augum
evrópumanna eitt af helstu séreinkennum Ameríku, sprottin af „splend-
id isolation“ þeirra á liðnum tímum og þarafleiðandi reynsluleysi í
utanríkismálum og skilníngsleysi á öðrum þjóðum. Ymsir vitrustu
áhrifamenn Bandaríkjanna, og síst lakari talsmenn auðvaldsins en