Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hinir, þarámeðal einginn minni spámaður en Mr. Walter Lippmann, hafa í ræðu og riti varað valdamenn Bandarikjanna við að taka þá háskalegu stefnu að þrýsta hinum og öðrunr borgaralegum ríkisstjórn- um, sem eru aðeins í mjög takmörkuðum skilníngi fulltrúar þjóða sinna, inní hernaðarbandalag þar sem aðiljar standa svo ójafnt að vígi, bandalag þar sem annar hefur ekki annað að leggja fram en líf- tóruna á móti peníngum liins. Með afli auðs, vopna og áróðurs getur auðvaldsríki einsog Bandaríkin auðveldlega þrýst hræddum og ístöðu- lausum ríkisstjórnum aðframkomins kapítalisma í Evrópu til að takast á hendur á pappírnum æfintýralegar skuldbindíngar gegn rísandi verk- lýðsstefnu sérhvers lands og gegn úngum voldugum ríkjum, sem borin eru uppi af lífstrú, siðferðisþreki og sigurmætti í mestu löndum heims- ins; slíkt „hernaðarbandalag“ Wallstreets við evrópukapítalismann er álíka viturlegt og sigurstránglegt einsog ef auðugur og glaðlyndur sæl- keri byði grátandi hreppakellíngu karlægri að gánga með sér í félag til að fara að skutla hvali. Slíkar aðferðir kynni að vera hægt að hafa við Evrópu ef íbúar álfu vorrar væru álíka stj órnmálalega ólæsir og íbúar venjulegs þorps í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, en almenn- íngur Evrópu skilur altof vel hvað í húfi er, hvað svo sem evrópskir leppar ameríska auðvaldsins láta hafa sig til að undirskrifa í Washing- ton. Það er ljóst að þeir fulltrúar auðvaldsins vestra sem bera fram kröfurnar á hendur evrópuríkjunum um hernaðarbandalag skilja bók- staflega ekkert af því sem hefur verið að gerast í heiminum í þessari kynslóð. Þeir eru haldnir því barnalega hugarástandi fyrri tíma að ímynda sér að mál sé hægt að leysa með styrjöld í heiminum nú á dög- um, en slíku getur einginn maður leingur trúað nema vanþroska einstaklíngar sem lesa indíánasögur einsog sjö ára börn og unna skothríð. Og nú að síðasta heimsstríði nýloknu kalla þeir evrópska borg- arastétt til baráttu við verkalýð heimsins með nákvæmlega sömu rök- semdum og Hitler, Franco og Vidkun Kvisling: frjálshuga verkalýður, nýlenduþjóðirnar, allir þeir sem gáfu líf sitt fyrir baráttuna gegn fas- ismanum í því stríði sem var að enda, öll frelsisbarátta mannkynsins fyr og síðar, allir mannvinir heimsins sem lifað hafa og dáið fyrir úrhelsisbaráttu lágstéttanna — alt eiga þetta að vera útsendarar djöf- ulsins samkvæmt fagnaðarboðskap Atlantshafssáttmálans. Einsog Ev- rópa hafi ekki heyrt þessa speki fyr! Ekkert af þessu óráði hefur til-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.