Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hinir, þarámeðal einginn minni spámaður en Mr. Walter Lippmann, hafa í ræðu og riti varað valdamenn Bandarikjanna við að taka þá háskalegu stefnu að þrýsta hinum og öðrunr borgaralegum ríkisstjórn- um, sem eru aðeins í mjög takmörkuðum skilníngi fulltrúar þjóða sinna, inní hernaðarbandalag þar sem aðiljar standa svo ójafnt að vígi, bandalag þar sem annar hefur ekki annað að leggja fram en líf- tóruna á móti peníngum liins. Með afli auðs, vopna og áróðurs getur auðvaldsríki einsog Bandaríkin auðveldlega þrýst hræddum og ístöðu- lausum ríkisstjórnum aðframkomins kapítalisma í Evrópu til að takast á hendur á pappírnum æfintýralegar skuldbindíngar gegn rísandi verk- lýðsstefnu sérhvers lands og gegn úngum voldugum ríkjum, sem borin eru uppi af lífstrú, siðferðisþreki og sigurmætti í mestu löndum heims- ins; slíkt „hernaðarbandalag“ Wallstreets við evrópukapítalismann er álíka viturlegt og sigurstránglegt einsog ef auðugur og glaðlyndur sæl- keri byði grátandi hreppakellíngu karlægri að gánga með sér í félag til að fara að skutla hvali. Slíkar aðferðir kynni að vera hægt að hafa við Evrópu ef íbúar álfu vorrar væru álíka stj órnmálalega ólæsir og íbúar venjulegs þorps í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, en almenn- íngur Evrópu skilur altof vel hvað í húfi er, hvað svo sem evrópskir leppar ameríska auðvaldsins láta hafa sig til að undirskrifa í Washing- ton. Það er ljóst að þeir fulltrúar auðvaldsins vestra sem bera fram kröfurnar á hendur evrópuríkjunum um hernaðarbandalag skilja bók- staflega ekkert af því sem hefur verið að gerast í heiminum í þessari kynslóð. Þeir eru haldnir því barnalega hugarástandi fyrri tíma að ímynda sér að mál sé hægt að leysa með styrjöld í heiminum nú á dög- um, en slíku getur einginn maður leingur trúað nema vanþroska einstaklíngar sem lesa indíánasögur einsog sjö ára börn og unna skothríð. Og nú að síðasta heimsstríði nýloknu kalla þeir evrópska borg- arastétt til baráttu við verkalýð heimsins með nákvæmlega sömu rök- semdum og Hitler, Franco og Vidkun Kvisling: frjálshuga verkalýður, nýlenduþjóðirnar, allir þeir sem gáfu líf sitt fyrir baráttuna gegn fas- ismanum í því stríði sem var að enda, öll frelsisbarátta mannkynsins fyr og síðar, allir mannvinir heimsins sem lifað hafa og dáið fyrir úrhelsisbaráttu lágstéttanna — alt eiga þetta að vera útsendarar djöf- ulsins samkvæmt fagnaðarboðskap Atlantshafssáttmálans. Einsog Ev- rópa hafi ekki heyrt þessa speki fyr! Ekkert af þessu óráði hefur til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.