Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 19
.ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ' 9 ætluð áhrif á stjórnmálalega þroskaðan verkalýð Evrópu, hann heyrir aðeins með undrun og hrolli að þeir sem heingdir voru í Niirnberg eru geingnir aftur fyr en varði — og farnir að tala með amerískum hreim. Og jafnvel sjálf borgarastéttin í Evrópu, þó rúin sé bæði fjárhagslega og siðferðilega, þeir flokkar manna sem fyrst og fremst á nú að siga einsog hundum í fíflslegt alsherjarstríð gegn verkalýð heimsins, þeir munu ekki heldur nema að nokkru leyti láta glepjast af þessu barna- lega vopnumstudda hjali um enn eina „krossferð gegn kommúnisman- um“; þeir hlusta að vísu á áróðurinn, en hræddir og hikandi; þeir vita af reynslu Þýskalands og „atlantshafsríkja“ Hitlers hvað slík bar- átta kostar og hvert hún leiðir. Því verður ekki leynt hve mjög viðhorfin hafa breyst í heiminum síðan Hitler stofnaði til síðustu krossferðar gegn verklýðsstefnunni eða „bolsévistum“ einsog hann og Göbbels nefndu alla hverju nafni sem nefndust, ef þeir voru á móti þeim, þarámeðal Roosevelt forseta. Þegar Hitler hóf stríð sitt taldist t. d. ekki einn maður í Ítalíu tilheyra verklýðsflokki, nú eru þar milli tíu og tuttugu miljónir kjósenda sem til- heyra verklýðsflokkum, þaraf átta miljónir kommúnista. í miðevrópu- löndum frá Eystrasalti til Balkans réðu fasistiskar eða hálffasistiskar ríkisstjórnir fyrir tíu árum og öll verkalýðshreyfing var í löndum þess- um bæld niður. Nú eru ríki þessi öll orðin verklýðsríki að meira eða minna leyti þó þeim sé að vísu ekki stjórnað með ráðstjórnarfyrir- komulagi. Franski verkalýðurinn stendur sem einn maður á móti stríði við hin austrænu verldýðslýðveldi, og forustuflokkur verkalýðs- ins þar í landi, kommúnistar, er stærsti flokkur Frakklands; og þeir sem kunnugir eru í Einglandi segja að þar sé einnig ógerníngur að æsa upp verkalýðinn til stríðs hvernig sem auðvaldsblöðin hamist. Þó hafa kraftahlutföllin milli verklýðsafla og auðvaldsafla breyst enn meira í Asíu, þar sem Japan, eitt öflugasta auðvaldsríki heimsins er í rústum, hernumið svæði; Indland, Burma og Indókína ýmist hafa brotið eða eru að brjóta af sér nýlenduviðjarnar, svo og Indónesía, en Kína stærsta ríki heimsins í raun réttri orðið verklýðsríki sem er að þurka út síðustu leifar af herjum kapítalismans í landinu. Enda er sú raun á að þraungvun evrópiskra ríkja inní hernaðar- bandalag við Ameríku gegn sósíalismanum hefur slegið þverbrest í alt þjóðlíf álfu vorrar, klofið í tvent sérhvert land, klofið sérhverja þjóð,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.