Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 23
HINIR VÍGU NORÐMENN 13 sjálfa. Hvað veldur þá því, að fjöldi skynsamra Norðmanna hefur samþykkt nauðugur viljugur þá utanríkisstefnu, sem þeir vita, að er ógæfa? Hver trúir því, að þeir og hinir æstari vígamenn í landinu samþykki annan eins hlut af einum og sömu orsökum? Hégómavonir, tilbeiðsla ameríska gullkálfsins og sovétníð, sem þar heyrir til, geta æst upp tiltekna hópa manna úr ráðlausri borgarastétt eins og hér- lendis, og það verður til að efla stórum norska hernaðarstefnu. En við verðum hins vegar að reikna með þeim skilningi hjá fjölda hinna norsku frænda okkar, að þeim þyki ríkisstjórn sín hafa valið milli tveggja afarkosta, er hún kaus að ganga í Atlantshafsbandalagið, og sakir þeirrar örþrifahugmyndar sætti þeir sig við það sem orðinn hlut. Einnig þeim er ætlað að verða vígir Norðmenn. Litumst í kring. Vesturlönd búast í stríð fyrir „vestrið“, Bandaríkin, til að veita þeim heimsdrottnunarstöðu. Því er fast haldið að mönnum í þessum hluta álfu, að kjarnorkan tryggi þeim sigur og þetta muni borga sig vel — fyrir einhverja. — Gert skal ráð fyrir því einu í þess- um greinarstúf, að trúin á „vestrið“ og kjarnorkuguðinn sé óyggjandi fagnaðarerindi fyrir þá, sem eru reiðubúnir að fórna hverri smáþjóð, sem er, í fyrirtækið. Herfróðir menn eru opinskáir um það, að Noreg sé ekki hægt að verja nema tiltekinn dagafjölda, sumir nefna 3 daga, gegn innrás frá Rússlandi. Landvarnir Noregs geta því eigi miðazt við það að hlífa heimaþjóðinni og varla við neinar nýtar varnir yfirleitt, heldur við það, að landið sé stökkpallur árásarþjóðar til leifturstríðs gegn Rúss- landi þá daga, sem líða, þangað til Rússar eyðileggja stökkpallinn. Þetta er grimmur veruleiki, sem ræddur er hispurslaust í ábyrgum blöðum eins og The New Statesman and Nation. Þar spyr enginn um afdrif Norðmanna, þau skipta svo litlu, að talið er, í samanburði við það, ef hægt yrði í þessari stuttu árás að afmá sem flestar borgir Vestur-Rússlands. Þrátt fyrir þetta er eins og Norðmenn óttist það ekkert sérlega að verða hernumdir af Rússum að afstaðinni leifturstríðslotunni gegn þeim. En ef mikið dauðablóð rennur milli þjóða, verður heift úr. Uggur Norðmanna við það getur ekki dofnað af neinu nema enn sterkari ótta, óttanum við aðgerðir og hugsanlegar árásir vesturveld- anna gegn Noregi, ef griðasáttmáli við Rússa hefði verið gerður í stað

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.