Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 24
14 TÍMARIT MALS OG MENNINGAR þess að ganga í hernaðarbandalagið við þau. Með duldum ógnum hefur Norðmönnum verið nauðgað. Flestir benda fyrst á skipastól Noregs til skýringar. Hann þarf aukn- ingar upp í sama magn og var fyrir stríð, og Bandaríkin munu til endurgjalds fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalag selja Norðmönnum stálið, sem þarf til að byggja flotann. Án inngöngu hefðu þeir ekki fengið að eignast skipastól. — Flotinn yrði bundinn gagnslaus heima eða að nokkru hertekinn, ef Noregur yrði hlutlaus í heimsstyrjöld eða lenti inn í hana andstæður vesturveldunum, sem hafinu ráða. Til þess mega norskir útgerðarmenn ekki hugsa. Hitt lízt þeim betra að láta landið í stríði, en halda flotanum, sem þá hefði mikið starf að vinna í þjónustu vesturvelda. Ýmsir aðrir verzlunarhagsmunir gátu verið í veði, en á því liggur nokkur hulda enn. Minna skal á Marshallhjálp. En ógnir stríðs eru þyngstar. Athugum útkomu þess reikningsdæmis, ef Noregur þyrfti að verjast innrás vesturveldanna eða langvinnum loftárásum þeirra. Með kjarnorkusprengjum má eyða borgum og höfn- um á miklu róttækari hátt en ástæða mundi til að vænta við rússneska hertöku. Gengu Norðmenn í Atlantshafsbandalag af því, að þeir ótt- uðust amerískar loftárásir enn meir en rússneskar? Það er þegar ljóst, að umráðendur kjarnorkunnar hafa spillzt svo síðan í seinasta stríði, að þeir leyfa helzt engri smáþjóð að vera hlut- lausri, allar skulu þær berjast með þeim eða heita ella kommúnistar og bíða dóm gereyðingarstríðsins. Annað mál er, að slíkar kröfur og fyrirætlanir þorir enginn valdhafi að opinbera. Þess vegna er sagt, að Atlantshafsbandalagið sé eingöngu til að „tryggja friðinn“ og staðfesting bandalagssáttmálans við hverja þjóð er gerð með Júdasarkossi. Það hefur aldrei gerzt enn í sögunni, að eins stórkostleg aukning árásarvopna og nú er ráðin á vesturhveli jarðar væri ekki bráðlega notuð í styrjöld. Atlantshafsbandalagið miðar að beiting allra þeirra vopna á eina þjóð, þegar mál þykir til komið. Slík aðgerð drepur þá friðarvon, sem við höfum haft allt fram á þetta ár. Þar með er ekki sagt, hvenær á næstu 10—20 árum þetta stríð muni skella yfir. Því síður verður spáð um stríðsúrslit Hlutverk vígra Norðmanna á að verða eins í þessu stríði og hinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.