Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 26
MATTHÍAS JÓNASSON: Er hervernd án hersetu möguleg? í áramótaboðskap sínum létu formenn tveggja stjórnmálaflokka stór orð falla um nauðsyn hervarna á íslandi. Þeir héldu því fram, að hætta vofði yfir frelsi og menningu lýðræðisþjóðanna, þar á meðal yfir frelsi vor íslendinga. Sú hætta væri svo bráð og ægileg, „að ekkert sé til varn- ar annað en sterkustu vígvélar og öflugustu morðtæki, svo sterk og öflug til varnar og árásar, að enginn þori að ráðast á þá.“ I þessu skyni stofna hin vestrænu stórveldi til hernaðarbandalags, varnar- bandalags, eins og allar hernaðarsamsteypur heita, nokkur smáríki fá að fljóta með, önnur skulu nauðug-viljug. Að sögn Ólafs Thórs, sem rækilegast fjallaði um málið í áramótaboðskap sínum, öðlast þetta óvíga hernaðarbákn ekki nægilegan styrk og verður yfirleitt ekki stofnað „nema ísland og Portúgal gerist meðlimir bandalagsins þegar frá upphafi.“ Voldugir erum við íslendingar orðnir! í þessum boð- skap bryddir hvergi á því, að varnarher sá, sem vernda ætti ísland, skuli ekki hafa setu í landinu sjálfu. Þvert á móti: greinin verður ekki skilin öðru vísi en að herseta sé sjálfsögð. í áramótaávarpi sínu tók Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra í sama streng. Báðir flokks- foringjarnir bentu á nauðsyn þess, að ísland fengi hervernd, en yrði ekki varnarlaust látið bíða árásar óvinahers. Ólafur Thórs bendir bein- línis á það, að friðrofinn myndi byrja með árás á ísland. „Á hvern myndi hann fyrst ráðast? — Er ekki að minnsta kosti ákaflega senni- legt, að hann sneri sér fyrst að þeim, sem hernaðarlega er mikilvægur, en jafnframt óvarinn?“ ' Enda þótt oft hafi verið vitnað í þessi ummæli síðan þau birtust fyrst, rifja ég þau upp hér, vegna þess að í þeim felst einföld rökrétt hugsun: Landið þarfnast varna, því sterkari varnir sem það fær, því öruggara er það. Og með því að leita sér sjálfu verndar, styður það að öryggi annarra, okkur vinveittra þjóða. Þetta er óvefengjanlegt, ef litið er á það eitt, að landið skuli verjast

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.