Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 2. Hvaða tryggingu fáum við fyrir því, að verndarríkið léti okJcar hag sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin, ef þar kœmi til áreJcstra? Það sýndi sig í síðustu heimsstyjöld, að engar víggirðingar á landi voru ósigrandi, en aftur stóðust vígi á klettóttum ströndum og kletta- eyjum allar árásir. Þjóðverjum tókst aldrei að buga Möltu, svo mikið ofurkapp sem þeir lögðu á það, og vígið Gíbraltar stóðst árásir þeirra óskert. Eyna Krít tóku þeir aftur á móti, enda þótt Bretar hefðu þar til varnar mikið einvalalið, ágætlega búið að vopnum. Krít var ekki víggirt. Malta og Gíbraltar voru Bretum ómetanleg í styrjöldinni. Þau voru sjó- og loftflotum þeirra örugg höfn, þau vernduðu siglingarleiðir þeirra, þau voru þeim á við óvíga flota. Þau unnu í Miðjarðarhafi vesturveldunum allt það gagn, sem Island vann þeim á Atlantshafi. Munurinn var aðeins sá, að á ísland gerðu óvinir vesturveldanna aldrei árás. Til þess skorti þá bolmagn. En hvernig hefði farið, ef þeir hefðu með öflugum sjó- og loftflota gert árás á landið? Enginn getur neitað því, að þeim hefði verið mjög auðvelt að setja hér her á land, ef þeir hefðu ráðið yfir nægilega sterkum flota. Ef vesturveldin hefðu ekki verið með öllu einráð á hafinu, hefðu atburðirnir í Noregi getað endurtekið sig á íslandi, -— þrátt fyrir setuliðið. Síðan hefur stríðs- tækninni fleygt gríðarlega fram. Fjarlægðin milli íslands og megin- landsins hindrar ekki lengur loftárásir. Þrýstiloftsknúnar sprengjuflug- vélar fljúga nú þessa vegalengd á örskömmum tíma, flugsprengjur þjóta hana með meiri hraða en hljóðið fer. Slíkar árásir vofa vfir landinu, ef það skipar sér í fylkingu fjandsam- legra ríkjasamsteypna. Hér er því að hrökkva eða stökkva. Sé erlend- um her í alvöru ætlað að verja landið, verður að víggirða það öflug- lega, búa það „sterkustu vígvélum og öflugustu morðtækjum, svo sterk- um og öflugum tækjum til varnar og árásar, að enginn þori að ráðast á.“ Úr íslandi þyrfti að gera vígi, sem verði í nœstu Jieimsstyrjöld jafn ósigrandi og Malta var í þeirri síðustu. í næstu heimsstyrjöld verður Malta ekki ósigrandi. Eyjan er svo lítil, að ein kjarnorkusprengja myndi drepa þar allt líf. Til þess er ísland of stórt. Það þolir margar kjarnorkusprengjur, þar er enn hægt að byggja ósigrandi vígi. Og það er miklu hentugra fyrir árásarvopnin. Ótakmarkað landrými fyrir flugvelli, herskipahafnir svo að segja í hverjum firði, og nægilegt víðlendi til þess að byggja „start“-brautir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.