Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 29
ER HERVERND ÁN HERSETU MÖGULEG?
19
fyrir flugsprengjur. Síðasta atriðið er ákaflega þýðingarmikið frá
hernaðarfræðilegu sjónarmiði. Þegar Þjóðverjar höfðu í síðustu styrj-
öld fullgert flugsprengjur sínar, sem þeir skutu á London, lögðu Bretar
alla áherzlu á að finna „start“-brautirnar og eyðileggja þær. Skeyti
þessi þurfa afar langar „start“-brautir, sem erfitt er að fela. Ollum
þykja slíkar brautir betur komnar annars staðar en í þéttbýlu heima-
landinu. í augum stórþjóða er ísland óbyggt land að kalla, þó að hér
búi rösklega 100 þús. hræður. Jafnframt býður það upp á ful.lkomn-
ustu hugsanleg skilyrði fyrir risavaxna herstöð. Skyldi nokkurt stór-
veldi, sem hefði fjárhagslegt bolmagn til, láta bjóða sér það tvisvar, að
taka slíkt land undir „vernd“ sína? Amerískur auður, amerísk tækni
geta breytt eyjunni í vígi, sem standast myndi allar árásir, jafnvel þótt
stórvirkustu vopnum eins og kjarnorkusprengjum og risaflugsprengj -
um yrði beitt. Auk þess hefur landið óviðjafnanleg skilyrði sem stökk-
pallur árásarvopnanna. Aðeins eitt veldi í heiminum er svo auðugt að
fé, tækni og vopnum, að geta reist þetta tröllaukna virki: Bandaríki
Norðurameríku. Og við biðjum um vernd þeirra, bjóðum þeim heim,
leggjum hólmann fram með glöðu geði, til þess að stofnun Atlants-
hafsbandalagsins skuli ekki stranda á því, að „ísland og Portúgal ger-
ist ekki meðlimir bandalagsins þegar frá upphafi,“ eins og Ólafur
Thórs hefur fregnað. Skyldu Bandaríkjamenn þá lengur hika, úr því
að þeir geta þarna sameinað líkn við umkomulausa þjóð og eflingu
eigin hervarna? Það er óskadraumur bandaríska herforingjaráðsins að
breyta Islandi í ósigrandi virki, í eina samstillta vígvél, í ómælisstórt
flugmóðurskip, sem ekki getur sokkið, en ber vopnafarm miljón skipa.
Þá væri því tryggð yfirráðin á Atlantshafi um aldur og ævi, og Banda-
ríkin hæri ægishjálm yfir hvert herveldi heimsins.
Þannig lítur hin raunverulega hervernd út, séð frá sjónarmiði vernd-
arans: Setuliðsvernd, helóttalíf íslenzku þjóðarinnar í skugga óvígra
virkja. Hervernd án hersetu er í rauninni ekki til, hún er hugsunarvilla,
blekking. Hervernd án hersetu væri aðeins loforð, garantý, pappírs-
plagg. Er vernd á pappírnum meira virði en hlutleysisyfirlýsing? Vissu-
lega ekki! Á vernd án hersetu trúir enginn, hvorki sá sem lofar henni,
né hinn sem biður um hana.
En hvernig ber þá að skilja hátíðlegar yfirlýsingar vissra stjórn-