Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 31
ER HERVERND ÁN HERSETU MÖGULEG? 21 hvort árás vofi yfir, það ákveður vitanlega sá einn, sem á að mæta henni og hrinda henni. Sterkari aðilinn hefur alltaf sín megin réttinn til að túlka samninga. Dómi hans um ástandið í stjórnmálaheiminum og um þörf raunhæfra aðgerða verður ekki áfrýjað. Af þessu verðum við Islendingar að draga ályktanir og gefa svar okkar afdráttarlaust. Við viljum enga hersetu á íslandi, ekki í friði, ekki í ójriði. Þetta leiðir beint af því, að við viljum aldrei taka þátt í ófriði, og gætum það heldur ekki, þótt við vildum. Þátttaka okkar í ófriði, aðild okkar að hernaðarbandalagi, myndi kosta okkur aleiguna: landið, menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er verðið fyrir þá „vernd“, sem við nú eigum kost á, peningur öreigans, sem honum er gert að leggja í byggingu hins mikla musteris herguðsins, virkisins ósigrandi í Atlantshafi. Slíkt eru réttnefnd banaráð, en ekki vernd. Við eigum ekki kost annarrar verndar en þeirrar, sem felst í einbeittum vilja þjóðarinnar til sjálfstæðis og frelsis. Hvaða þjóð, sem setur her á íslenzka grund, fremur árás á íslenzku þjóðina. Við losum okkur ekki við þessa staðreynd með því að vefja okkur sjálfsblekkingu. Okkur er ráðlegast að horfast í augu við veruleikann. „Vernd“ landsins þýðir óhjákvæmilega hersetu, handa hernum verða reist tröllaukin virki, sem eru svo dýrmæt og mikilvæg, að herinn mun aldrei, meðan ófriðar er von í þessum heimi, yfirgefa þau. Hér skilur á milli umrædds áramótaboðskapar og febrúaryfirlýsingarinnar. Hin fyrri er köld og rökrétt hugsun bandarísks hernaðarsérfræðings, hin síðari er innanpólitísk íslenzk hugsunarvilla og sj álfsblekking. Við verðum að taka afstöðu eftir staðreyndum, en ekki þokukenndr' sjálfsblekkingu. Ef við óskum eftir hervernd, verðum við að endur- skoða afstöðu okkar til sjálfstæðishugsjónarinnar. Hvers virði er þjóð- erni okkar og sjálfstæði, þegar það er skoðað frá sjónarhól heimspóli- tíkurinnar? Er hún ekki einber þjóðrembingur, er það ekki með öllu ofrausn hundrað þúsundum manna að vilja vera sjálfstæð þjóð. Hvað er hundrað þúsund manna þjóð, örsmár dropi í ómælishafi stórþjóð- anna. Og hvernig lítur hún út, séð með þeirra augum? Myndi okkur ekki hentast að mæla smæð okkar á þeirra kvarða? Leiddi það ekki til mestra heilla, að við losuðum okkur við þjóðernisrembinginn og legðum með glöðu geði land okkar, sjálfstæði og menningu fram sem

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.