Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 35
MUN ÞJÓÐIN TÝNA SJÁLFRI SÉR? 25 undanfarinni reynslu og auknum þroska að skipa svo málurn vorurn, að lýðræðisþjóð mætti vel við una. En skamma hríð höfðum vér fagnað lýðveldinu og fundizt vér vera menn með mönnum, er bliku dró á loft, sem ógnaði sjálfstæðinu. Hvað skeði? Skýr milliríkjasamn- ingur var hártogaður og reynt að falsa merkingu hans og jafnframt vorii óskammfeilnar kröfur settar fram, en um það þarf ekki að fara fleiri orðum hér. Þjóðin man. Og látum oss stöðugt vera það hugfast hvað gerðist. Fyrr en varði vorum vér komin út í nýja sjálfstæðis- baráttu og enn verðum vér íslendingar að snúa bökum saman og verj- ast árás á hið eina vígi sjálfstæðis vors, óskoraðan rétt vorn yfir eigin landi. Og í þeirri baráttu megum vér ekki gleyma, að það er aldrei meinlaust að rétta fram sinn minnsta fingur, því að öll höndin getur fylgt án þess vér fáum rönd við reist. Sambýli við stórveldi mundum vér ekki þola, að því hníga mörg rök, sem öll eru kunn. Þótt oss yrði þyrmt við atomstyrjöld, mundi við- námsþróttur vor sem sjálfstæðrar þjóðar þó ekki endast oss til lang- lífis, ef vér ættum við slíkt ofurefli að etja. Getum vér vænzt þess, að sú æska, sem elzt upp við þrotlausan amerískan áróður, verði þess umkomin að varðveita tungu sína óspillta og halda tryggð við þá menningararfleifð, sem er fjöregg vort? Nei, vér getum ekki vænzt þess, og vér verðum að gera oss það fullkomlega ljóst, að saga vor er senn öll, ef landið yrði opnað erlendu stórveldi. Það undanhald á sér aðeins ein endalok, jafnvel þótt um leið yrði hafin þjóðernisbarátta í landinu sjálfu og beztu synir og dætur Islands fórnuðu allri ævi sinni og starfsorku til þess að blása lífi í þann eld metnaðar, ástar og trúar, sem skærast brann hér vorið 1944. Hvað er þá orðið allt vort starf, allar vorar þrautir og dáðir í meira en þúsund ár, ef þjóðin týnir sjálfri sér, glatar fyrst sjálfstæði sínu og síðan svip sínum, máist út? Eru oss það nokkrar sárabætur nú þótt minningin kunni að lifa? Minningin um Iitla, gáfaða og þrautseiga þjóð, sem öldum saman hjarði einmana, hrjáð og kúguð nyrzt á hjara veraldar, en rétti við, heimti sjálfstæði sitt og var á hröðu framfaraskeiði er hún gaf upp frelsi sitt fyrir Bandaríkjamönnum, sem gerðu land hennar að höfuð- vígi sínu og hergagnabúri. En áður en landinu var gjöreytt tókst þó að bjarga nokkru af þjóðlegum menjagripum og sagnlegum fróð- v
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.