Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 37
Á KROSSGÖTUM 27 málstað, bar oss þá fram hjá boöanum í áttina til fullkomins sjálf- stæðis. „Kóngsþrœlar íslenzkir aldregi voru.“ Þessi ágæti arfur, sem oss kom að beztu haldi í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, verður aldrei til peninga metinn. Hann getur aldrei orðið háður hinum ýmsu verðsveiflum peninganna. Hann er enn hinn sami og fyrr. Öllum sönnum íslendingum er sá arfur meira virði en hvers konar peningar. Nú liggja fyrir alvarlegar spurningar, sem hver og einn verður að svara svo sem hann er maður til. Viljum vér selja sjálfstæðið, ávöxt Iangrar baráttu hinna beztu íslendinga, fyrir ameríska dollara? Vill íslenzka þjóðin játa sig fúsa til að verða aðili að stríði? „Vér verðum ekki spurð, hvort vér viljum eða ekki, ef til stríðs kemur,“ segja ýmsir. Rétt er það. En það er tvennt ólíkt, að játast af fúsum og frjálsum vilja undir slíkar kvaðir eða hitt, að verða nauðugur að taka yfirgangi annarra. Ef vér nú reynumst menn til að neita þjónkun við erlent vald, gef- um vér næstu kynslóð enn eitt fordæmi íslenzkrar hetjulundar. Þá skilum vér skírum skildi og dýrum arfi til þeirra sem á eftir koma. En hamingjan hjálpi oss, eigi síður en eftirkomendunum, ef oss hendir sú ógæfa að eftirláta næstu kynslóðum þann fyrirlitlega arf, sem nefndur mun verða svik við frelsishugsjónir þjóðarinnar, jafnvel þótt þau svik kunni að gefa þjóðinni betra tækifæri til „brauðs og leika“ en vér áttum kost á í æsku vorri. Auðna gefi, að oss megi takast að stýra fram hjá þeim illu skerjum og boðum, er nú ógna þjóðarskút- unni. Megi þjóðarmetnaður vor íslendinga jafnan verða sá, að láta eigi ginnast til neins þess ráðs, er sé skerðing á sjálfstæði þjóðarinnar, jafnvel þótt hampað sé gulli og grænum skógum. Verum minnug þess, að fyrr hefur þjóðin verið stödd á krossgötum, en eigi látið ginnast. Svafa Þórleifsdóttir.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.