Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 39
EIGUM VÉR AÐ VERA ÍSLENDINGAR? 29 hafa rætzt. Segja má að Bandaríkjamenn brjóti daglega sum veigamestu ákvæði hans án þess að við því sé amast af íslenzkum yfirvöldum. Það er á hvers manns vitorði að áfengissmygl, ólögleg gjaldeyrisverzlun, svartur markaður og margskonar spilling önnur dafnar æfintýralega á Keflavíkurflugvelli og eitrar í allar áttir. Ríkisstjórn vor hefur ekkert aðhafzt til að afstýra lögbrotum bandaríska liðsins, heldur beinlínis haldið yfir þeim hlífiskildi, hælzt af flugvallarsamningnum og látið í veðri vaka að framkvæmd hans væri öldungis óaðfinnanleg. Ef til vill hafa einhverjir vonað að bandarísk stjórnarvöld mundu láta sér nægja að liafa þvílíkt ítak á íslandi sem Keflavíkurflugvöll. En sagan sannar enn, að illt er að bera eld í skauti. Bandaríski fjöturinn hefur smám saman verið reyrður fastara að íslendingum; viðskipti vor og fjármál hafa til dæmis verið tengd rammlega virðulegum stofn- unum í Washington; vér höfum verið látnir taka svonefnt viðreisnar- lán eftir gróða stríðsáranna og þiggja ölmusu eins og betlarar. Hitt er þó enn ískyggilegra, að hollusta íslenzkra valdamanna við bandarískan málstað hefur jafnt og þétt færzt í aukana. Bandaríkjastjórn hafði naumast fyrr hafið undirbúning að stofnun hernaðarsamtaka þeirra, sem nefnd hafa verið Atlantshafsbandalag, en blöð ríkisstjórnar vorrar tóku að klifa á því, að hlutleysisstefna vor væri í rauninni hættuleg, oss bæri að tryggja framtíð vora með því að hverfa frá henni og ganga í þetta bandalag hernaðarríkja, ef það yrði stofnað. Þegar á leið haust- ið hertu þau áróðurinn og sögðu jafnvel að hlutleysi vort væri einskær rússaþjónkun, enda þótti þá augljóst að ráðagerðir Bandaríkjastjórn- ar um fyrrnefnd hernaðarsamtök yrðu meira en orðin tóm. Hámarki sínu náði þessi málflutningur um síðustu áramót, þegar tveir þjóð- kunnir stjórnmálaleiðtogar, Stefán Jóh. Stefánsson núverandi forsæt- isráðherra og Olafur Thors fyrrverandi forsætisráðherra, fluttu og birtu ræður, þar sem þeir lýstu með æsilegu orðbragði nauðsyn þess að íslendingar hyrfu frá yfirlýstri hlutleysisstefnu og gengju í væntan- legt Atlantshafsbandalag, til þess að land vort yrði skjótlega víggirt og búið fullkomnustu drápstækjum, svo sem flugskeytum og kjarn- orkusprengjum, til sóknar éða varnar í hugsanlegri styrjöld við Rússa. Það reyndist þó ekki einhlítt til að ginna og trylla að bíta í skjald- arrendur og láta dólgslega. Þjóðhollir Islendingar í öllum flokkum and- mæltu því skelegglega að kippt yrði í einu vetfangi undan fótum vor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.