Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um þeim siðferðisgrundvelli sem vér höfum staðið á um aldir. Á það var bent í ræðu og riti, að dvergþjóð sem segir skilið við hlutleysi sitt, gerir samning um hernaðaraðstoð við stórveldi og skipar sér þannig framarlega í fylkingu járngrárra trölla, er ekki sjálfráð lengur né frjáls og getur hvorki vænzt hlífðar né réttar, ef tröll og jötnar draga sverð úr slíðrum og taka að berjast. Sú fullyrðing helztu foringja stjórnarliðsins að þátttaka í Atlantshafsbandalagi mundi stórauka ör- yggi vort, ef á skylli ófriður, hefur verið marghrakin, því að í síðustu styrjöld sýndi það sig þráfaldlega að árásir voru þar tíðastar og spjöll geigvænlegust sem mestur var herbúnaður. Dylgjum sömu manna um að Rússar kynnu að ásælast ísland, ef það væri óvíggirt, hefur verið hnekkt með þeim augljósu rökum, að floti Breta og Bandaríkjamanna sé allsráðandi á Atlantshafi og geri slíka ásælni af Rússa hálfu ger- samlega óhugsandi. Loks hefur verið sýnt fram á, að ef Íslendingar teldu öryggi sínu ógnað og þættust þurfa verndar við bæri þeim að biðja Sameinuðu þjóðirnar ásjár. Þegar stjórnarliðinu varð Ijóst að andstaðan gegn fyrirætlunum þess óx með degi hverjum, greip það slíkur ótti við rökræður að það vílaði ekki fyrir sér að afnema fréttafrelsi útvarpsins, til þess að koma í veg fyrir að þjóðin öll fengi vitneskju um skorinorðar mótmælasamþykktir funda og félaga víðsvegar á landinu. Jafnframt tók áróður þess miklum stakkaskiptum. Nú þóttist það aldrei hafa talið nauðsynlegt að hafa hér herstöðvar og vígbúnað á friðartímum, enda yrði fyrirhugað At- Iantshafsbandalag einungis stofnað til að tryggja kærleik og göfgi í samskiptum þjóða. Sumir smærri spámenn tóku jafnvel að sér að sanna, að Jesús Kristur mundi tvímælalaust hafa lagt blessun sína yfir inngöngu vora í Atlantshafsbandalag, hefði hann verið á lífi um þess- ar mundir og búsettur á íslandi. Síðan hófu ráðherrar vorir utanferðir eins og höfðingjar á Sturlungaöld og gáfu sér tóm til endalausra við- ræðna um margnefnt bandalag í fjarlægum borgum, meðan íslenzka ríkið beið fjárlagalaust og helztu lífsbjargartæki þjóðarinnar, togar- arnir, lágu bundin við hafnarbakka. Erlendar útvarpsstöðvar skýrðu frá því fyrir skömmu að stofnriki Atlantshafsbandalags mundu undir- rita sameiginlegan sáttmála í Washington í fyrstu viku aprílmánaðar, en þvínæst mundi Bandaríkjastjórn gera sérsamninga við hvert ríki í bandalaginu um vopnabúnað og landvarnir. Föstudaginn 11. marz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.