Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 41
EIGUM VÉR AÐ VERA ÍSLENDINGAR? 31 barst ríkisstjórn vorri tilkynning frá Washington þess efnis að afráðið hefði verið að gefa Islendingum nokkra ölmusu, eða sem svaraði 16 miljónum króna. Laugardaginn 12. marz flugu þrír ráðherrar vorir til Bandaríkjanna í því skyni að „kynna“ sér sáttmálann um Atlánts- hafsbandalag. Á þessari stundu liggur því ættjörð vor á gylltu borði í höfuðborg stórveldis í annarri heimsálfu. Það er verið að tilreiða nauðungarsamning handa oss íslendingum, gera yfirbragð hans sem meinleysislegast, rétt eins og þegar hættulegustu ákvæði flugvallar- samningsins voru sveipuð silki. Þegar ráðherrarnir koma heim aftur, eftir að hafa drukkið full íslands í dýrlegri átveizlu hjá stjórn herra- þjóðarinnar, verður samningur þessi óðara lagður fyrir Alþingi, og þar mun standa til að samþykkja hann fyrir lok þessa mánaðar, svo að gunnreifur Islendingur geti verið viðstaddur hina „virðulegu athöfn“ í Washington þegar bandalagssáttmálinn verður undirritaður 4. apríl. Eg hef rifjað hér upp í stórum dráttum þróun þessara mála, því að margir Islendingar virðast nú vera haldnir kynlegri gleymsku, sem nær ekki aðeins til lærdómsríkustu minninga vorra frá liðnum öldum, svo sem Gamla sáttmála og Kópavogssamnings, heldur einnig til viðburða síðustu ára, jafnvel síðustu mánaða. Þegar vér endurreistum lýðveldi vort 1944 eftir þrautseiga baráttu og hryllilega áþján um margra alda skeið, strengdum vér þess heit að vera sífellt á verði gagnvart hvers- konar ásælni annarlegra aðilja, en hefja jafnframt alhliða menningar- sókn til þess að sýna þjóðum heimsins að vér eigum skilið að vera sjálfstæðir og frjálsir. Hvernig höfum vér efnt þessi heit? Þjóðleg sér- kenni vor heyja nú vonlitla baráttu við sorann úr amerískri menningu, andlausa dollaralenzku og glansmyndafroðu, sem beztu synir banda- rísku þjóðarinnar vara við ár og síð. Frá því lýðveldi vort var ársgam- alt höfum vér verið á flughröðu undanhaldi í sjálfstæðismálum vorum og samþykkt allar kröfur og beiðslur erlends stórveldis. Vér höfum verið að selja fyrir baunadisk þá helgidóma sem aðrar þjóðir verja með blóði. Nú er svo komið að nokkrir gerspilltir braskarar og stjórn- málamenn ætla að efla stundarhag sinn með því að fjötra oss sjálfa og ættjörð vora við stríðsvagn hernaðarríkja. Ef vér kjósum að vera frjálsir framvegis í landi voru verðum vér þegar í stað að rísa upp sem einn maður og sýna í verki, að vér látum ekki hræða oss frá rétti

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.