Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vorum né afmá mynd Jóns Sigurðssonar úr hjörtum vorum með grýl- um eða hótunum. Vér verðum að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Ef vér gerum það ekki, ef vér höldum áfram að sofa á verðinum, getum vér reitt oss á að sjálfstæði og frelsi þessarar þjóð- ar verður endurminning tóm fyrr en varir. 17. marz 1949. Ólaj ur Jóh. Sigurðsson. BOLLI TIIÓRODDSEN : Ekkert víghreiður á íslaudi „Látið ekki litla karla leiða ykkur til glötunar.“ Þingið mun eiga að taka ákvörðun um það, hvort við göngum í Atlantshafsbandalagið. Það segir að minnsta kosti Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum. Þjóðina á ekki að spyrja, frekar en þegar Keflavík- ursamningurinn alræmdi var samþykktur. Þetta eigum við, lesari góður, að reyna að koma í veg fyrir. „Hvernig má það verða,“ muntu spyrja, og það er von, að þú spyrjir. Lýðræðið okkar svokallaða er ekki meira en það, að þeir sem mest af því guma, virða það minna í orði og gjörðum. Ráðamenn þjóðarinnar eru að heita má einráðir í flokkum sínum, í blöð þeirra fá ekki nema örfáir útvaldir að skrifa, og komi það fyrir, að óbreyttur flokksmaður á annarri skoðun en foringjarnir vildi koma greinarkorni að í þeim, fengist það því aðeins hirt, að ritskoðun og umsnúningar væru við hönd höfð. Ætli andstæðingar að fá leiðréttingar birtar fæst það yfirleitt ekki, nema þá að þær komi útúrsnúnar og afbakaðar og skætingi hnýtt aftan í frá ritstjórninni. Blöð þeirra eru full af áróðri, ætluðum til að villa almenningi sýn, og venjulegast eru ljótustu og ótrú- legustu fréttirnar utan úr heimi með feitasta letrinu í fyrirsögnunum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.