Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 45
FYRSTA, ANNAÐ OG ÞRIÐJA SINN 35 volduga vinaþjóð“ hafði lofað að fara með allan her sinn héðan að styrjöldinni lokinni, þá fengju íslendingar að búa einir í landi sínu og gætu unað glaðir við sitt. Haustið 1945 tók að syrta í lofti, það fór að kvisast að Bandaríkin hygðust svíkja gefið loforð og að þeir þar hefðu sagt eitthvað á þessa leið við íslenzk stjórnarvöld: „Well, það kom sér afarvel fyrir okkur, að hafa þennan hólma ykkar í stríðinu og ef vér færum í stríð á ný, vegna kreppu heimafyrir eða kommúnistahættu annars staðar, er okk- ur nauðsynlegt að hafa hér einhver ítök, gætuð þið ekki selt okkur eða leigt svo sem eins og þrjár herstöðvar til hundrað ára?“ Allar þjóðir eiga sín á meðal menn „sem bera ekki skyn á neitt göfugra og sannara en elskuna taumlausa á glitrandi gjaldinu“, svo reyndist og um íslenzku þjóðina. Það er ekki hægt að neita því, að til voru menn er hugsuðu „það væri hægt að græða á því“, svo hugs- uðu þeir ekki lengra. En þeir komu ekki sínu fram vegna allra hinna, er elskuðu landið sitt og vissu að þeir höfðu ekki siðferðilegan rétt til að afsala neinum einum einasta skika þess. Landsölumennirnir tóku þessari málaleitan vel, en sögðu banda- rískum að fara bæri með varúð að íslendingum, þeir væru flestir að burðast með ást á landi sínu og gamalli menningu, sem þó væri ekki margra dollara virði. Þeir fengu frest, lofuðu að gera hvað þeir gætu og það gerðu þeir. Eftir alþingiskosningar og fögur loforð sumarið 1946 var áróðursvélin sett á fulla ferð. Reynt var að vesturheimska þjóðina og beina ættjarðarást íslendinga til Borgundarhólms og ann- arra fjarlægra staða, að hræða okkur með því að Ijóti karlinn hann Stalín kæmi að taka okkur ef Samúel frændi færi, og að við yrðum svelt í landi okkar, ef við ekki létum það. Svo var Keflavíkursamningurinn undirritaður að þjóðinni forn- spurðri og með svikum við hana. Allir þeir, er fylgdust með því máli, vissu vel að nú ætluðu Bandaríkjamenn að taka það í áföngum, er þeir fyrst hugðust fá í einu lagi. Þessa dagana er okkur boðin aðild að Atlantshafssáttmála, vér eig- um, ásamt Hollendingum og öðrum friðelskandi þjóðum, að gæta lýðræðis og mannréttinda í heiminum. Okkur er sagt að bandalag þetta komi að engum notum ef Islands njóti ekki við. Hvað er það svo er við getum fórnað svo göfugum málstað? ís-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.