Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 46
36 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lendingar hafa engan her, og eru svo friðsamir, að það þóttu stór- tíðindi er einhver tók í hárlubbann á Bjarna Benediktssyni, þá er hann ásamt fleirum var um það bil að afsala rétti okkar til Reykja- nesskaga. Nei, glöggt er það enn hvað þeir vilja, það eru herstöðvar til hundr- að ára, enn sem fyrr, þótt þeir komi í nýjum og nýjum búningi eins og stjúpan í Mjallhvít. Þeir, sem vilja að við vörpum hlutleysinu fyrir borð og göngum í Atlantshafshernaðarbandalag, eru menn sem alltaf hugsa um gróða, gjaldeyri og völd sér til handa og taka afstöðu til allra mála samkvæmt því. íslenzka þjóðin vildi ekki leigja eða selja herstöðvar til hundrað ára, íslenzka þjóðin var á móti Keflavíkursamningnum og íslenzka þjóðin vill ekki ganga í neitt hernaðarbandalag. Erla Egilson. HALLGRÍMURJÓNASSON: Stríðið milli þjóðarinnar og valdhafanna Mörg tímaskeið hafa gengið yfir þá kynslóð Islands, sem nú er komin á og yfir miðjan aldur, tímabil með sínum skýru eða óskýru einkennum, svipbrigðum og kennimörkum. Þetta ár, sem er enn að litlu runnið, vikur þess, jafnvel dagar, marka framtíðinni djúp spor um leið og þeir koma og fara. Þær fréttir, sem okkur eru í té látnar — því stjórnarvöldin skammta þær eins og annað — bregða birtu yfir heim, sem flýtur í friðargælum, en svignar samtímis undan drápstækjum og vígæsingum. Og hér heima er og furðulegt umhorfs. Það eru engin lög til, sem heimilt sé að stýra fjármálum landsins eftir. Meginþáttur í höfuðatvinnuvegi landsmanna hefur verið felldur niður og tapast við miljónatugir.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.