Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 47
STRÍÐIÐ MILLI ÞJÓÐARINNAR OG VALDHAFANNA 37 íslendingar lifa á gjafafé — ölmusu -— eins og eftir þyngstu hallæri fyrr á öldum, nema hvað þetta er í miklu stærri stíl nú. Hálf ríkisstjórnin hefur setið í annarri heimsálfu — boðin þangað af erlendum aðiljum. Það þarf að fá ísland inn í hernaðarbandalag við mestu stórveldi Vestur-Evrópu og Ameríku, er okkur sagt. Og af hverju þarf þess? Því svaraði formaður stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, Ólafur Thors, fyrir tveimur og hálfum mánuði. Hann sagði, að herbandalag Vestur-Evrópu og Ameríku væri „þó ekki nægilega sterkt án ÞATT- TÖKU ÍSLANDS Þetta er hispurslaust sagt og þarf fárra skýringa við. Komi til ófriðar, segja Vesturveldin — og Ólafur Thors — þarf Islands með „til varnar og árásaríl. í þessu sambandi eru þessar staðreyndir kunnar meðal annars: Hernaðarsérfræðingar Breta lýstu því yfir seint á s.I. ári, að enginn ófriðaraðili gæti hertekið og hersetið fjarlæg eylönd, nema sá einn, sem réði yfir höfunum umhverfis þessi eylönd. Önnur staðreynd er, að Rússar, sem Vesturveldin segjast óttast svo mjög, eiga nær engan Atlantshafsflota, en Vesturveldin aftur á móti slíkan sjóflota, að þau ráða nú og í langri framtíð yfir 'óllum megin- höfum veraldar. Rétt ályktun af þessu er sú, að hvað sem Ráðstjórnarríkin óskuðu heitt að leggja undir sig ísland, gætu þau það alls ekki gegn vilja Breta og Bandaríkjamanna, eftir kenningu sérfræðinga þessara sömu ríkja. Því má og skjóta hér inn í, að enn hafa hinir opinberu og dul- búnu hernaðarpostular hérlendir ekki talið sér fært að bera hið aust- ræna stórveldi ágengni í garð íslendinga, meðan hinsvegar hefur varla linnt óskum og kröfum frá utanríkisráðuneytinu í Washington urn ítök og landsréttindi á íslenzkri grund. Þá hafa Bandaríkin lýst yfir því, að þau muni aldrei þola neinum sér óvinveittum aðila að ná völd- um á íslandi. Þriðja staðreyndin er þá þessi, reist á ummælum sjálfra Vestur- veldanna: Rússar geta ekki ógnað öryggi Vesturheims frá íslandi, af því þeir komast ekki hingað. Því óskar herforingjaráð Bandaríkjanna þá eftir íslandi inn í hern-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.