Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 48
38 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðarkerfi sitt? Það sýna meðal annars þeir landauppdrættir ásamt flugleiðum, sem ýmis stórblöð hafa gert og birt. ísland er tilvalin árásarstöð fyrir þessi ríki, ef til ófriðar dregur með þeim og Rússlandi. Á uppdráttum þeirra er sýnt, hve sprengjuflugvél- ar þeirra ná langt inn í Rússland til eyðileggingar — frá íslandi talið. Setjum nú svo, að við vildum glaðir lána land okkar undir slíka leið- angra með bækistöðvar hér — til þess að eyða hið austræna ríki — og sumir eru ekki alveg ófúsir til þess — myndi okkur af slíku stafa nokkur hætta? Hver óbrjálaður maður sér, að þá fyrst ættum við gagnárásir vísar. Þó við vildum vera leppríki Vesturheimsmanna, eru litlar líkur til að við nytum þeirrar ánægju og sæmdar langa stund. Þjóðinni kynni að verða eytt í loftorustum yfir þéttustu byggðahverfum landsins, þar sem flugvellir eru og hafnir. Þessar ályktanir geta orðið að staðreyndum, ef við látum vélast inn í hernaðarbandalag og til styrjaldar dregur. En lýðræðisþjóðirnar fara aldrei í stríð að fyrra bragði, fullyrða íslenzku stjórnarblöðin. Hver hóf styrjöld austur í Indónesíu nú fyrir skömmu? Var það ekki ein lýðræðisþjóðin? Braut hún ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna — líklega af lýðræðisást? Við hverja eru Bretar að berjast austur í Asíu? Við fólk, sem lifað hefur í nýlenduþrældómi, en óskar frelsis. Við hverja berjast Frakkar austur þar? Er það lýðræðisástin, sem rekur þá út í þann ófrið? Eru ekki svörin næsta augljós? En Bandaríkin lofa því að hafa hér ekki her á friðartímum, segir ríkisstjórnin okkar. En látum helztu stuðningsmenn hennar tala sjálfa um það, hversu loforðum sé treystandi, jafnvel frá svo ágætum ríkjum. í hinni frægu áramótaræðu sinni segir Ólafur Thors m. a.: „Segjum að Rússar, Bretar og Bandaríkjamenn hétu íslendingum hlutleysi. .. .“ „Þótt slík yfirlýsing vœri gefin, vœri hún ekki jafnvirði þess pappírs, sem hún vœri skrifuð á,“ bætir hann við litlu seinna. Svona er hún þá trúin á loforð lýðræðisþjóðanna, eins og Breta og Bandaríkjamanna, að dómi Ólafs Thors. Hvers virði verður hann þá samningurinn, sem nú á að gera við þessar þjóðir m. a., sjái þær sér hag í að brjóta hann. þ. e. eyðileggja pappírinn sem hann er ritaður á?

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.