Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 53
KVIKSETT SÓMATILFINNING BYLTIST í GRÖF SINNI 43 Maður finnur, hvernig erindið fetar sig að lokum þessa kafla, loka- setningin hefst, hvert orð er hnitmiðað, hefur sitt ákveðna sjálfstæða gildi sem eitt lokaorðanna í kröfuhörðustu kölluninni, sem nokkur listamaður hefur leyft sér að hrópa í eyru íslendinga. Svo kemur þögn, hin listræna þögn mikilla snillinga að aflíðandi hápunkti listaverksins, hin fullkomna kyrrð til að njóta og tóm til að láta í ljós fögnuð sinn og jákvæði. Og augnablikin líða hvert af öðru, fyrirlesarinn stendur frammi fyrir áheyrendum eins og helgimynd, sem bíður eftir kossum blindra dýrkenda. Eftir hverju bíSur hann? Hann bíður eftir því, að hin mikla hrifning, sem felst að baki hinni hátíðlegu þögn, brjótist út í holskeflu taumlausrar hyllingar. En augnablikin hverfa hvert af öSru í djúp eilífðarinnar í þessari algeru þögn. Hérna stendur listamaðurinn og bíður og bíður, og hérna sitja þessi hundruð manna, hreyfa ekki legg né lið, stara á listamanninn í orðlausri spurn. Ég fer að skima í kringum mig. Einn af þekktustu rit- höfundum þjóðarinnar situr á sama bekk og ég. Ég veit ekki, hvort sá rithöfundur elskar nokkra þjóð, en ég veit hann hatar Rússa geysi- mikið. Nú verður hann snortinn einhverri foringjatilhneigingu. Hann hefur upp hendur sínar, svo að sjá megi sem víðast, og sneri lófum saman. Svo skimaði hann í kringum sig í allar áttir, en hvergi var að sjá hönd á lofti, menn húktu bókstaflega í sætum sínum, enginn ein- asti virtist einu sinni sjá hið gefna merki, og rithöfundurinn, sem ætlaði að verða foringi, lét hendur hníga í skaut sér, foringi án gengis. Og þögnin verður enn dýpri og biðin enn lengri. A bak við mig heyrðist loks þrusk. Kona ein býr sig til að rísa úr sæti sínu og segir blátt áfram, hvíslandi rómi: „Hann er víst búinn.“ En þá kom það í ljós, að hann þóttist ekki búinn. Hann hóf mál sitt á ný. En raunverulega var hann búinn, eins og blessuS konan sagði. Hann hafði lagt til orustu og hugði að sigra með leifturárás. Enginn her hefur lagt til atlögu við betri skilyrði en lögð voru í hendur Arnúlfs Överlands á þessari stundu. Eiginlega átti orustan að vera unnin, áður en ræSumaður sagði eitt einasta orð. Meginhluti áheyrenda er hingað kominn, af því aS búið er að segja honum það, að þessi maður ætli að flytja hernaðaráróður gegn Rússum, og þessi sami meginhluti er af öllu sínu hjarta fylgjandi því að láta Bandaríkjamönnum her- stöðvar í té. Og þó stendur þessi skeleggi og listfengi bardagamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.