Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 59
OFTRÚIN Á KJARNORKUSPRENGJUNA 49 stríðsins síðasta sýndi ljóslega að sprengjuárásir einar, þó stóríelldar séu, nægja ekki til sigurs í ófriði. Sprengjuárásirnar á Þýzkaland, sem lögðu fjölda stórborga að mestu í rústir, höfðu sáralítil áhrif á her- gagnaiðnað Þjóðverja, meðan lofther þeirra var svo öflugur að aðeins gat verið um næturárásir að ræða, og því ekki hægt að hitta önnur, skotmörk með nokkurri nákvæmni en heilar borgir eða borgarhverfi. Fram á sumar 1944 hélt hergagnaframleiðsla Þjóðverja stöðugt áfram. að vaxa, tvöfaldaðist frá árslokum 1942 fram á sumar 1944, og var orðin nærri þreföld á við það sem hún var 1940 þegar hún komst hæst., Þegar bandamenn voru komnir á land í Frakldandi og höfðu náð á sitt vald flugvöllum svo nærri Þýzkalandi að hægt var að nota orustu-. flugvélar til verndar sprengjuflugvélum að degi til, og bandamönnum tókst að yfirbuga lofther Þjóðverja, — þá en ekki fyrr var hægt að: ráðast á mikilvægustu skotmörkin — verksmiðjur, orkuver, járnbraut- ir o. s. frv. — í þeim mæli að áhrifanna á þýzkan iðnað fór að gæta að verulegum mun. Af þessu dregur Blackett þann lærdóm að stór-; árásir úr lofti nái ekki tilgangi sínum nema að árásarmennirnir séu algerlega yfirsterkari í loftinu, svo að þeir geti hindrunarlítið ráðizt á þau skotmörk sem mestu máli skipta hernaðarlega. Nú bendir Blackjtt á að yfirburðir kjarnorkusprengjunnar yfir venjulegar sprengjur komi aðeins fram þegar um víðáttumikil skot- mörk sé að ræða, þ. e. framar öllu við gereyðingarárásir á stórar borg- ir. Árásirnar á stórborgir Þýzkalands sýna hins vegar að eyðilegging þeirra nægði engan veginn til þess að draga úr hernaðarmætti Þjóð- verja svo að neinu næmi. Og enn minni áhrif mundu slíkar eyðilegg- ingar hafa, ef þjóðin sem á er ráðizt ætti von á slíkum árásum, því að þá væri hægðarleikur að dreifa mikilvægasta iðnaðinum og miklum' hluta borgarbúa um stór svæði utan borganna. Ekki sízt mundi þetta eiga við um Rússland með allri sinni víðáttu. Sprengjumagn það sem vesturveldin köstuðu yfir Þýzkaland — um 1.350.000 tonn — telur Blackett muni samsvara a. m. k. 400 kjarnorkusprengjum að sprengi- afli. Nú eru Ráðstjórnarríkin rúmlega 45 sinnum stærri að flatarmáli en Þýzkaland var fyrir stríðið, svo að af því einu er auðsætt að til þess að valda sambærilegum eyðileggingum í Ráðstjórnarríkjunum þyrfti kjarnorkusprengjur í þúsundatali. Sama á að verulegu leyti við: um Bandarikin, sem eru um 17 sinnum stærri en Þýzkaland var. 4

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.