Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 59
OFTRÚIN Á KJARNORKUSPRENGJUNA 49 stríðsins síðasta sýndi ljóslega að sprengjuárásir einar, þó stóríelldar séu, nægja ekki til sigurs í ófriði. Sprengjuárásirnar á Þýzkaland, sem lögðu fjölda stórborga að mestu í rústir, höfðu sáralítil áhrif á her- gagnaiðnað Þjóðverja, meðan lofther þeirra var svo öflugur að aðeins gat verið um næturárásir að ræða, og því ekki hægt að hitta önnur, skotmörk með nokkurri nákvæmni en heilar borgir eða borgarhverfi. Fram á sumar 1944 hélt hergagnaframleiðsla Þjóðverja stöðugt áfram. að vaxa, tvöfaldaðist frá árslokum 1942 fram á sumar 1944, og var orðin nærri þreföld á við það sem hún var 1940 þegar hún komst hæst., Þegar bandamenn voru komnir á land í Frakldandi og höfðu náð á sitt vald flugvöllum svo nærri Þýzkalandi að hægt var að nota orustu-. flugvélar til verndar sprengjuflugvélum að degi til, og bandamönnum tókst að yfirbuga lofther Þjóðverja, — þá en ekki fyrr var hægt að: ráðast á mikilvægustu skotmörkin — verksmiðjur, orkuver, járnbraut- ir o. s. frv. — í þeim mæli að áhrifanna á þýzkan iðnað fór að gæta að verulegum mun. Af þessu dregur Blackett þann lærdóm að stór-; árásir úr lofti nái ekki tilgangi sínum nema að árásarmennirnir séu algerlega yfirsterkari í loftinu, svo að þeir geti hindrunarlítið ráðizt á þau skotmörk sem mestu máli skipta hernaðarlega. Nú bendir Blackjtt á að yfirburðir kjarnorkusprengjunnar yfir venjulegar sprengjur komi aðeins fram þegar um víðáttumikil skot- mörk sé að ræða, þ. e. framar öllu við gereyðingarárásir á stórar borg- ir. Árásirnar á stórborgir Þýzkalands sýna hins vegar að eyðilegging þeirra nægði engan veginn til þess að draga úr hernaðarmætti Þjóð- verja svo að neinu næmi. Og enn minni áhrif mundu slíkar eyðilegg- ingar hafa, ef þjóðin sem á er ráðizt ætti von á slíkum árásum, því að þá væri hægðarleikur að dreifa mikilvægasta iðnaðinum og miklum' hluta borgarbúa um stór svæði utan borganna. Ekki sízt mundi þetta eiga við um Rússland með allri sinni víðáttu. Sprengjumagn það sem vesturveldin köstuðu yfir Þýzkaland — um 1.350.000 tonn — telur Blackett muni samsvara a. m. k. 400 kjarnorkusprengjum að sprengi- afli. Nú eru Ráðstjórnarríkin rúmlega 45 sinnum stærri að flatarmáli en Þýzkaland var fyrir stríðið, svo að af því einu er auðsætt að til þess að valda sambærilegum eyðileggingum í Ráðstjórnarríkjunum þyrfti kjarnorkusprengjur í þúsundatali. Sama á að verulegu leyti við: um Bandarikin, sem eru um 17 sinnum stærri en Þýzkaland var. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.