Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þessi tvö ríki eru nefnd af því — eins og Blackett tekur fram — að öhugsandi er að önnur ríki en þau mundu nota kjarnorkuvopn í stríði á næstunni. Nú telur Blackett sennilegt að Rússar hafi eignazt a. m. k. tiokkrar kjarnorkusprengjur í síðasta lagi 1953, eða með öðrum orðum áð lengur sé ekki hægt að gera ráð fyrir stríði þar sem aðeins annar áðilinn noti kjarnorkuvopn. Hins vegar má telja víst að Ráðstjórnar- Hkin þyrftu nokkur ár til þess að koma sér upp þeim forða af kjarn- órkusprengjum sem nægja mundi til stríðsreksturs. Að þessu athuguðu télur Blackett óhugsandi og tæknilega vonlaust að Rússar gætu gert virka kjarnorkuárás yfir Atlanzhaf fyrir 1960, þó að þeir hefðu slíkt í hyggju. Blackett sýnir á hinn bóginn fram á að það sé með öllu ósénnilegt að Rússar hafi nokkrar slíkar fyrirætlanir á prjónunum, (ramar öllu vegna þess að þeir hafi engin tök á að fylgja slíkri árás eftir með landher sem gæti gengið á land í Ameríku. Jafnvel þótt Rúss- ar réðu yfir allri Evrópu væru þeir engu nær því marki að geta sent lierlið til Ameríku. Sprengjuárás á amerískar borgir af þeirra hálfu Væri því hernaðarleg glópska, sem gæti aðeins orðið til þess að sam- eina allar aðrar þjóðir gegn þeim, — alveg á sama hátt og árás Japana á Pearl Harbour varð þeim í rauninni til glötunar, þó að hún heppn- áðist hernaðarlega. En Japanar gátu ekki fylgt henni eftir, svo að árangurinn varð aðeins sá að stæla bandarísku þjóðina til varnar og gagnsóknar. Aftur á móti telur Blackett Bandaríkjamenn hafa slíka aðstöðu að meiri hætta sé á að þeir noti kjarnorkusprengjur gegn Rússum, heldur én öfugt. Auk þess að þeir hafa ennþá einkaumráð yfir kjarnorkuvopn- •úm, bendir Blackett á tvær röksemdir: 1) Bandaríkjamenn hafa beinar herstöðvar eða aðgang að þeim víðs vegar kringum landamæri Rússa óg svo nærri þeim að þaðan er hægt að gera loftárásir á ýmis mikilvæg fússnesk iðnaðarsvæði og borgir. Okkur íslendingum til uppbygging- ár má geta þess að hann telur Island til þessara herstöðva og bendir á að þaðan sé hægt að ráðast á Leningrad. 2) Bandaríkjamenn hafa greinilega viðurkennt gereyðingar borga sem eðlilegar hernaðarað- gerðir, og loftfloti þeirra er útbúinn og samsettur með slíkar árásir í huga. Fjöldi bandarískra hernaðarsérfræðinga hefur auk þess haldið þessari skoðun fram, bæði fyrr og síðar. Herstöðvar fjarri landamærum sjálfra sín en nærri landamærum

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.