Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Side 62
52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekkert annað en heimsyfirráð Bandaríkjamanna. Og á þessari kröfu
voru reistar tillögur Bandaríkjamanna um eftirlit með kjarnorkufram-
leiðslu. En samkvæmt þeim var það algerlega lagt á vald Bandaríkja-
manna hvenær og að hve miklu leyti Rússar fengju vitneskju um leynd-
armál kjarnorkunnar. Með því voru m. a. not kjarnorku til friðsam-
legra þarfa lögð undir stjórn nefndar, sem öruggt var að Bandaríkja-
menn hefðu jafnan meirihluta í. Blackett sýnir fram á að Rússar hlutu
sjálfs sín vegna að hafna þessum tillögum.
Þessar skoðanir bandarískra ráðamanna sem hér hefur verið drepið
á og sífelldar ógnanir þeirra með kjarnorkusprengjum hafa vitanlega
haft sín áhrif á utanríkispólitík Rússa. Svar þeirra hefur verið að
tryggja landamæri sín eftir föngum og búa svo um að nágrannaríkin
séu bundin þeim traustum böndum. Augljóst er að varnarmöguleikar
gegn loftárásum fara vaxandi eftir því sem lengra er frá landamærum
til þeirra staða sem líklegt er að á verði ráðizt. Líkurnar á því að hægt
sé að hitta ákveðið skotmark fara stórum minnkandi því lengri leið sem
árásarflugvélar þurfa að fara. Eldflaugar eins og Þjóðverjar notuðu í
síðasta stríði draga ekki nema nokkur hundruð enskar mílur, og geta
ekki á því færi hitt smærri skotmörk en meðalstórar borgir. Ef gera
á árásir langt inn í óvinaland er því ekki um annað að ræða en flug-
vélar. Blackett bendir á að þótt flugvélum sé sífellt að fara fram, þá
kemur það engu síðar verjandanum að haldi. Stórar sprengjuflugvélar
eru enn sem komið er ófærar um að verjast árásum orustuflugvéla.
Séu flugárásir gerðar úr svo miklum fjarska að orustuflugvélar geti
ekki fylgt sprengjuflugvélunum og verndað þær, má því búast við að
verjendurnir yrðu þeim skeinuhættir, og ekki gæti orðið um mikla
nákvæmni að ræða í árásunum. Árangurinn mundi verða tilgangs-
lítil eyðilegging og múgdráp óbreyttra borgara, en vafasamur árangur
hernaðarlega.
Kenningar Blacketts verða ekki raktar frekara hér. Heildarniður-
staða bókarinnar er fullkomið rothögg á kenninguna um stutta og
sigursæla kjarnorkustyrjöld, jafnvel þótt miðað sé við að aðeins annar
aðilinn ráði yfir kjarnorkuvopnum. Afleiðingin af þessu liggur í aug-
um uppi. Ef Bandaríkjamenn hyggja á stríð gegn Rússum verða þeir
annaðhvort að koma sér upp risavöxnum landher og flytja hann til
Evrópu áður en stríð hefst og farið er að kasta kjarnorkusprengjum,