Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 63
OFTRÚIN Á KJARNORKUSPRENGJUNA 53 eða að þeir verða að sjá um að slíkur her sé tilbúinn í Evrópu hjá þjóðum sem séu bandamenn þeirra. Nú kemur ekki til mála að Banda- ríkjamenn mundu geta komið upp miljónaher og sent hann til Evrópu á friðartímum. Eina lausnin frá þessu sjónarmiði er því að til sé í Evrópu nægilega öflugur her til þess að standast fyrstu átökin ef til ófriðar kæmi. En þetta á langt í land eins og nú standa sakir, því að ekkert land í Vestur-Evrópu er þess um komið í bráð að leggja út í styrjöld. Til þess skortir bæði fé og vopn, — og það sem kannske er mest um vert: í engu þessara landa er þjóðin einhuga um að kjósa sér hlutverk peðsins á skákborði Bandaríkjamanna. Atlanzhafsbanda- lagið er fyrsti þátturinn í þessu tafli, en það verður ekki nein loka- lausn á vandamálum stórveldanna. Haldi Bandaríkjamenn áfram að byggja utanríkisstefnu sína á kjarnorkuhótunum, getur svo farið að Evrópuþjóðirnar eigi þá leið eina til bjargar sér að neita með öllu að taka lengur þátt í þeim leik. Einhuga fylgi við stefnu Bandaríkja- manna fæst ekki í Vestur-Evrópu, og andstaðan gegn henni verður ekki brotin á bak aftur nema með algerlega fasistiskum aðferðum. Um það skal engu spáð að sinni hvort til þeirra verður gripið, þó að sitt- livað geti bent í þá átt. Þess var getið hér í upphafi að hljótt hafi verið um bók Blacketts í íslenzkum blöðum. Af því litla sem hér hefur verið af bókinni sagt er auðskilið hvers vegna blöð íslenzku stj órnarflokkanna hafa ekki hirt um að halda henni á lofti. Bókin er nefnilega fróðleg til skilnings á ýmsum refabrögðum í stórpólitík síðustu ára, og hún er ekki til þess fallin að auka traust lesandans á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna. Allra sízt er hún líkleg til að falla þeim mönnum í geð sem róa að því öllum árum að troða íslandi inn í hernaðarbandalag, ávinna því hlutskipti eins peðsins í tafli stórveldanna. Sumum kann að finnast það ekki lítill heiður að verða eitt af peðunum sem herstjórn Bandaríkja- manna fer um þessum viðurkenningarorðum: „Þótt styrkur hvers ein- staks þeirra sé lítilfjörlegur, þá er kóngurinn öruggur meðan þau eru til og hann heldur sér vandlega á bak við þau.“ En bók Blacketts er ekki líkleg til að auka þeim mönnum byr sem þessa trú hafa. Hún er Ijóst dæmi þess að fræðileg rannsókn á þessu mikla vandamáli nú- tímans afhjúpar blekkingar þær og áróður sem annars er svo freklega haldið að almenningi, engu síður hér á landi en annars staðar.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.