Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 67
:SAMSÆRIÐ GEGN MANNKYNINU 57 inn vinnandi vegur að verjast slíkum árásum. Göring lýsti yfir því í stríðsbyrjun að engri óvinaflugvél yrði hleypt inn yfir landamæri Þýzkalands. í stríðslokin lágu þýzkar borgir í rústum. Dettur nokkrum í hug, að Bandaríkjamenn leggi meira kapp á að verja þessa úthafseyju en Þjóðverjar kappkostuðu að verja land sitt? Við getum gengið að því eins vísu og nóttinni eftir daginn í dag, að í næstu styrjöld, ef hún verður, yrði Reykjavík og aðrir íslenzkir bæir, sem lægju í námunda við herstöðvar Bandaríkjamanna, lítið annað en grjóthrúgur og brunnið spýtnarusl, fjöldi fólks myndi bíða bana, at- vinnuvegir stöðvast meira eða minna og ástandið í landinu verða hörmulegra en orð fá lýst. Hvers virði er þá „hervernd“ Bandaríkjanna? í bókstaflegasta skilningi einskis virði. Verri en einskis virði, því að hún yrði til þess óumflýjanlega að hrópa andstæðinginn yfir landið. 7. „En Bandaríkin taka landið, hvort sem við viljum eða viljum ekki. Og þess vegna ar bezt að komast að samningum við þau.“ Við vitum fyrirfram hvernig þeir samningar verða, og við vitum líka, hvernig þeir verða haldnir. En er þetta ekki að gera Bandaríkjamenn að of vondum mönnum? Er ekki ranglátt að ætla þeim, sem alls staðar eru að berjast fyrir frelsi og lýðræði og vinna gegn ofbeldi, að þeir beiti okkur því gerræði að hertaka land vort á friðartímum gegn mótstöðu þjóðarinnar? Ég vona, að þeir séu þeir heilindamenn, að þeir geri það ekki, ef þjóðin rís gegn því. Annars yrðu allir íslendingar að hætta að trúa því, að Bandaríkjamenn séu að berjast fyrir frelsi og lýðræði og vinna gegn ofbeldi. Hitt er allt annað mál, að við yrðum að sætta okkur við að vilji okkar lyti í lægra haldi, ef til styrjaldar kæmi. Það er gömul hefð. En það er dálítið annað að ganga í hernaðarbandalag og örva til ófriðar með því að bjóða land sitt fram til mikilvægra herstöðva og gerast þátttakandi í stórglæp, sem nefnist árásarstríð, — það er meira að segja allt annað en að sætta sig nauðugur við það hlutskipti, að landið yrði hernumið, ef styrjöld skylli á. Einblíndu þig ekki sjónlausan á upphafið. Gefðu endalyktunum líka svolítinn gaum. Það er enganveginn óhugsandi, að svo geti farið, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.