Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 69
JÓHANNES Ú R KÖTLUM:
í þúsund ár höfum við
setið við sögur og ljóð
Og nú eru þeir þá flognir.
Þessir undarlegu nátthrafnar sem vestrænt „lýðræSi“ hefur fengiS
fjöregg okkar til varSveizlu, nú eru þeir flognir vestur um haf. Ekki
þó í samráSi viS okkur, hingaS til hefur ekki veriS „tímabært“ aS tala
viS okkur um stærsta örlagamál þjóSarinnar. En nú var sem sagt orSiS
tímabært aS fljúga vestur. Þar mun krummunum verSa sýnd eggja-
hrúga amerísku gullgæsanna. Því erindiS er aS fleygja fjöreggi okkar
í þá glæsilegu hrúgu, hræra lífi okkar saman viS falskan, framandi
málm, koma síSan aftur kvakandi: Ókei! engar herstöSvar, engin her-
seta, engin herskylda — bara hervarnarbandalag!
I þúsund ár höfum viS setiS viS sögur og ljóS.
ViS gortum af því yfir veizluborSum aS tilveruréttur okkar meSal
siSaSra þjóSa sé bundinn andlegri menningu okkar fornri og nýrri,
bókmenntum, sögum og ljóSum. Nú fyrst reynir fyrir alvöru á sann-
gildi slíkra fullyrSinga. Nú fyrst mun sannast til hlítar hvort hetju-
dæmi sagnanna, frelsisþytur IjóSanna er runninn okkur í merg og
bein; hvort menningarkjarni okkar er lifandi veruleiki sem ekki er til
sölu á gulleggjatorgum; ellegar einungis vörumiSi þeirra prangara og
þjóSleysingja sem verzla meS fólk og lönd eins og tóbak og brennivín.
SpursmáliS er þetta: erum viS miSaldamanneskjur, galdratrúarfólk,
eSa erum viS tuttugustu aldar manneskjur, lífstrúarfólk? Er hægt aS
taka þessa þjóS sögu og IjóSa, þetta góSlátlega, friSsama fólk hérna í
kringum mann og sprauta í þaS andlegri ólyfjan, æra þaS, láta þaS
hlaupa út í opinn dauSann af hræSslu viS einhvern tilbúinn andskota,
made in U.S.A.? Er hægt aS segja umbúSalaust viS þessa gömlu, upp-
lýstu bókmenntaþjóS: Rússarnir eru aS koma! í kvöld verSum viS