Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 71
í ÞÚSUND ÁR HÖFUM VIÐ SETIÐ VIÐ SÖGUR OG LJÓÐ 61 vals og Kiljans; og nálgist alvarleg hætta þetta útsker munu þeir taka til hrafnsvængjanna, skilja allt „lýðræðið“ sitt eftir sem einskisverðan sprengjumat og fljúga sigri hrósandi vestur um haf. I þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð. Og á það svo eftir að koma upp úr kafinu að við séum ekkert annað en auðtrúa fífl, auðvirðileg fótaskinn viðbjóðslegra loddara sem fyrir- líta okkur um leið og þeir kalla okkur háttvirta kjósendur? Sló vel- megun stríðsgróðaáranna okkur slíkri blindu að okkur sé glatað allt mat á sönnu og lognu, réttu og röngu? Er okkur þá ekkert heilagt fram- ar? Verðum við alltaf að vera hungruð og nakin og vegalaus til þess að skynja ákall lífsins, ákall barnsins okkar, mannsins, þjóðarinnar, alls mannkynsins? Það þarf þó ekki mikla snilligáfu né manndóm til að sjá þessa fugla í gegn, þessa gráðugu hrafna sem stofnuðu hlakkandi með okkur lýð- veldið 1944, sviku svo inn á okkur flugvallarsamninginn 1946 og ætla nú að gabba okkur út í hernaðarbandalag 1949. Tökum bara eftir hversu furðulegur málflutningur þeirra er. Þeir vitna í Jesú Krist, þeir segja að Jesús Kristur sé með Atlantshafsbandalagi. Jafnvel páfann nota þeir í „lýðræðisbaráttu“ sinni, sá sem er á móti páfanum mun deyja segja þeir. Þeir gráta fögrum tárum út af Eistlendingum á með- an þeir eru að ljúga íslendinga út í tortíminguna. Þeir ákalla guð al- máttugan út af einhverjum fangabúðum austur í Rússlandi á meðan þeir hóta mér og mínum líkum hér á íslandi brottrekstri úr þjóðfélag- inu, jafnvel hengingu. Geri íslenzk alþýða skyldu sína á þeirri úrslitastund sem nú líður sem óðast að, þá mun sannast hvað þessir stríðsóðu stríðsgróðamenn elska okkur heitt og jafnframt hitt hversu heitt þeir hata fangabúðir. En hvað um það — vitanlega gerum við skyldu okkar. Við látum ekki hina nýju niðurlœgingarsögu Íslendinga endurtaka sig annað og þriðja hvert ár. Við erum ekki föl fyrir dollara né heldur okkar land. Við jöfnum reikningana við þá nátthrafna sem fljúga með fjöregg okk- ar milli heimsálfa eins og þjófstolið glingur. Við hrindum hverju því valdi af höndum okkar sem ekki hlýðir rödd þeirrar sögu, þess ljóðs sem skapað hefur menningu okkar og tilverurétt. Við látum ekki trylla okkur út í sjálfsmorð. Við látum heldur drepa okkur. íslenzka lýðveldið var aldrei stofnað til þess 'að verða peð í sviknu

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.