Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 73
ÍJR ATÓMSTÖÐINNI 63 á gátt undan þúnga múgsins, fólk tók að streyma inní húsið. Þá loks ■opnuðust svalir alþíngis og þar birtist lítill feitur spertur maður, og fer að setja sig í stellíngarnar. Hann bíður meðan fólkið fyrir neðan lýkur við að sýngja Island ögrum skorið, hagræðir sér í herðunum, þuklar hnútinn á hálsbindinu sínu, klappar sér á hnakkann með lóf- anum, ber tvo fíngur uppað vörum og ræskir sig. Og hann upphefur raust sína: íslendíngar, í djúpum, kyrrum, lands- föðurlegum tóni; og menn þagna, viðurkenna sjónleikinn. Íslendíngar, hann talar aftur þetta orð sem er svo lítið í heiminum og þó svo stórt, og nú upplyftir hann til himins þrem fíngrum yfir múginn, ber síðan eiðinn fram seint og fast með laungum þögnum milli orða: Ég sver, sver, sver — við alt sem þessari þjóð er og var heilagt frá upphafi: ísland skal ekki verða selt. Landið selt Þingkosningar fara fram um sumarið og fólk úti um land skilur ekki að neitt sé í hættu. Höfuðpersóna sögunnar, sveitastúlkan Ugla, er heima hjá foreldrum sínum fyrir norðan og enginn þar mundi fást til að trúa því sem hún hefur heyrt með eigin eyrum á heimili þingmannsins þeirra í Reykjavík. Ekkert vald hefði getað neytt föður minn til að trúa, þó sannað væri með staðreyndum fyrir augum hans, að til væru þeir menn á íslandi sem vildu afhenda útlendíngum landsréttindin árið eftir stofnun lýð- veldisins, eða einsog það er kallað á nútímamáli: selja landið. Mikið rétt, það hafði komið fyrir einusinni í fornsögum, Gissur Þorvaldsson og félagar hans höfðu afhent útlendíngum landsréttindin; selt landið. Þennan glæp, sem dalabúar mundu hafa neitað að trúa árið 1262, höfðu þeir nú, eftir sjö hundruð ára sjálfstæðisbaráttu, fyrirgefið sagnfræðilegri fyrirgefníngu. Ef nú upphófust nýir stjórnmálamenn að selja land þeirra, mundu þeir ekki trúa þó þeir sæu, heldur fyrir- gefa glæpinn sagnfræðilegri fyrirgefníngu á ný, þegar niðjar þeirra hefðu barist aftur í sjö hundruð ár. Stjórnmálamennirnir sóru hátíðlega eiða nyrðra í sumar aungvu síður en syðra í vetur: ísland skal ekki verða selt né þjóðin svikin, eingin atómstöð reist þar sem íslendíngar verði drepnir á einum degi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.