Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 74
64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR'
í hæsta lagi leyfður suðrá Reykjanesi áníngarstaður fyrir útlenda
góðgerðaflokka; þeir sóru við land, þjóð og sögu, sóru við alla þái
guði og helga dóma sem þeir sögðust trúa á; sóru við móður sína; þó
sóru þeir fyrst og síðast við heiður sinn. Og um leið vissi ég að nú
hafði það gerst.
Torgið fyrir dögun
Ugla er komin aftur suður og hittir ófeimnu lögregluna úti á götu snemma
morguns og fær þau tíðindi að um nóttina hafi agentarnir knúið samninginn fram.
á alþingi.
Svo við erum seld? sagði ég.
Já seisei, landsréttindin eru farin, altílagi með það. Reykjanes á að
vera sérstakur hvíldarstaður fyrir góðgerðaleiðángra sem fara vestrum
og austrum.
Og hverjir sögðu já, spurði ég.
Þú ert valla það barn að þurfa að spyrja að því, sagði hann. Auð^
vitað sögðu föðurlandshúrrararnir já.
Þeir sem sóru við móður sína? spurði ég.
Dettur þér í hug að nokkrir aðrir vilji selja landið okkar? sagðí
hann.
Og fólkið? spurði ég.
Auðvitað skipuðu þeir okkur í lögreglunni að hafa til táragasið og
annað sælgæti handa fólkinu, sagði hann. En fólkið gerði ekki neitt.
Fólkið er börn. Því er kent að glæpamennirnir búi við Skólavörðustíg
en ekki Austurvöll. Það linast kanski í þeirri trú stund og stund, en
þegar stj órnmálamenn eru búnir að sverja nógu oft og húrra nógu
leingi, þá fer það að trúa aftur. Fólk hefur ekki ímyndunarafl til að
skilja stjórnmálamenn. Fólk er of saklaust.
Já ég vissi sosum hvar komið mundi þegar þeir fóru að sverja fyrir
norðan í sumar, sagði ég. Alt smávegis er hætt að koma flatt uppá mig.