Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 4
66 TÍMARIT MÁLS; OG MENNINGAR uði Þórbergs yfir því að þrátt fy.rir svartnættið í Miðevrópu sé frelsi mannsins tryggt í heiirtinum og af staðfestri trú hans á framtíð sós- íalismans. Enn síðar, þegar Bandaríkin vildu læsa klónum um íslenzkt land, hóf Þórbergur ein sín kröftugustu mótmæli hér í Tímaritinu, og viðvörun til þjóðarinnar, bæði gegn Keflavíkursamningnum og nú síðast gegn Atlantshafssáttmálanum. Ef þjóðin hefði lilýtt rödd Þór- bergs Þórðarsonar og samherja hans í rithöfundahópi gengi hún nú ekki öðru sinni með þrældómshlekki um fætur og brennimark betlar- ans á enni. En Þórbergur hefur verið fleira en baráttumaður. Hann hefur fram- ar öllu þráð sannleik og vizku, lagt leið sína víða og tekið á sig marg- víslega króka í leit að lífsspekinni sem hann mun telja eftirsóknar- verðasta allra hluta. Hann hefur kynnt sér kenningar guðspekinga, spiritista, æft yoga, boðað alheimstunguna esperantó, og haft með öllu þessu efni á að trúa á drauga. Hann er einn bezti listamaður sinnar samtíðar á frásögn, mál og stíl. Hann er „skemmtanamaður þjóðarinn- ar“, eins og Hallbjörn kemst að orði, einn af mestu húmoristum eða spaugurum sem Islendingar hafa átt, og gerir mest gys að sjálfum sér, óg nýtur sín þessi hæfileiki hans ríkulegast í sjálfsævisögu hans, ís- lenzkum aðli og Ofvitanum. Þórbergur er þannig mjög samsettur per- sónuleiki og einstakur, í eðli sínu bæði gamall og nýr, líkt og þúsundir vetra hafi ofið taugar hans. Hann hefur ekki losað sig við miðald- irnar, en þó er eins og persóna hans flytji boð innan úr nýrri framtíð og skíni þaðan bjartir geislar í verkum hans. En mest er um vert að hafa kynnzt Þórbergi sjálfum, setið við fætur meistarans og hlustað á heillandi frásögn hans, jafnvel draugasögur; allt dregur menn að sér: hið hreina hjartaþel hans, andlegt fjör, hinn bjarti svipur og hið hlýja glaða viðmót. Vil ég að lokum flytja Þórbergi þakkir allra frjálshuga íslendinga og vonast til hann eigi enn um langan árafjölda eftir að vera æskuheitur prédikari og vandlætari sinnar treggáfuðu þjóðar og að lífga hennar döpru daga. Hallbjörn Halldórsson, prentari, sem þekkir Þórberg flestum betur, ritar grein um hann í þetta hefti Tímaritsins. Að tilefni afmælisins hefur Helgafell gefið út nýja útgáfu af Bréfi til Láru, og ritar Sigurð- ur Nordal þar eftirmála. Kr. E. A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.