Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 18
80 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Út úr þessu siðleysis og mannskemmdanna díki sé ég aðeins eina einustu leið. Það er að breyta þjóðskipulagi hinnar sundurvirku eigin- girni í þjóðskipulag hinnar samvirku eigingirni, það er í stéttlaust þjóðfélag, þar sem engin stétt og enginn einstaklingur gætu haft hag af því, að fólki sé haldið í fáfræði, að það sé alið á lygum og blekking- um, að því sé byrlaður falskur mórall og að það sé þvingað til að lifa lífi, sem er andstætt öllu siðferði og yfirleitt öllu viti. Eg veit, að sumir draga í efa, að unnt verði að byggja upp slíkt þjóðfélag úr svona sjálfselsku og eigingjörnu mannefni. En efasemdir þessara manna stafa af því, að þeir hafa einblínt á hina sundurvirku eigingirni. Þeir hafa ekki viljað sjá eða ekki heppnast að koma auga á hina samvirku eigingirni, sem Krapotkin fursti lýsti á sínum tíma svo átakanlega, og er engu sjaldgæfari í náttúrunni en eigingirnin sund- urvirka. Þeir dagar munu koma fyr eða síðar og sennilega fyr en síðar, að sundurvirka eigingirnin flæmi þjóðirnar út í þvílíkt öngþveiti, að þær eigi ekki um að velja aðrar leiðir til að bjarga lífi sínu en að mola í sundur síðustu leifar þessarar úreltu villimennsku og reisa upp úr rúst- um hennar skipulag hinar samvirku eigingirni, skipulag samstarfs, samhjálpar, jafnréttis og friðar, í stað skipulags samkeppni, arðráns, kúgunar og styrjalda. Þetta hefur þegar verið gert á sjötta hluta jarð- arinnar. Ég er í engum minnsta efa um, að slíkt þjóðskipulag myndi ger- breyta ásýnd landanna og gefa fólkinu nýja sál. Það myndi gera menn- ina gáfaðri, vitrari, betri og þróttmeiri. Og þetta þjóðskipulag myndi sýna í öllu svo risavaxna yfirburði yfir þjóðskipulagsháttu hinnar sundurvirku eigingirni, að það myndi aldrei hvarfla að neinum heil- vita manni, jafnvel ekki að neinum andlega sjúkum manni, að hverfa aftur til göndu villimennskunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.