Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 32
94 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inu fyren sigið er á seinni hluta þrettándu aldar, að minsta kosti eitt- hvað eftir 1250, þegar Sturlubók Landnámu er rituð, þá eru enn á sveimi fornar sagnir um átján hellismenn í Surtshelli. Deili eru ekki sögð á mönnum þessum önnur en foríngjar þeirra hafi heitið Þórarinn og Auðunn Smiðkelssynir frá Þorvarðsstöðum. Annar þeirra, Auðunn, er brendur inni á Þorvarðsstöðum svo hann virðist að minsta kosti hafa skrópað úr útilegunni þann daginn. Þessir tveir núnefndu Smið- kelssynir eru að sögn Landnámu sonarsynir Þorvarðar þess er land þá að Hrosskeli landnámsmanni í Hvítársíðu, gerum ráð fyrir nær alda- mótum 900. Ef um sagnfræði væri að ræða ættu hellismenn eftir þessu að hafa verið uppi einhverntíma á síðari hluta tíundu aldar. Þannig tímasetur Sturla hellismenn þrjú hundruð árum fyrir sinn dag, sagan um þessa menn ætti þá að hafa geingið í munnmælum í eitthvað níu ættliði. Um sanngildi slíkra sagna er hvorki hægt að dæma einn veg né annan, í fyrsta lagi er einginn prófsteinn til á sögurnar, og í öðru lagi vitum við ekkert hvaða sögur þetta voru, hið eina sem við vitum er að einhverjar sögur hafa verið til um átján hellismenn í tíð Sturlu á seinni hluta þrettándu aldar. Líkur gætu bent til að sögurnar hafi þá enn haft nokkurn lífskraft: Grettir er á þessum tíma og hinum næstu á undan að ryðja sér til rúms í þjóðtrú, hálfþurs sem byggir núpa, fjallsufsir, gljúfur, berg, hella, geilar, skorir, borur og raufar um þvert og endilángt landið, en eingin tilraun er gerð að vista hann í jafntilvöldu útilegumannabæli og hellinum Surti. Þetta gæti bent til þess að þjóðsagnasamstæða um átján útilegumenn hafi verið svo heimarík í Surtshelli að ný þjóðtrú í myndun, ólík að efni, hefði ekki náð þar táfestu, ekkert rúm fyrir Gretti hjá hellismönnum. Vitum vér þá ekkert fleira um átján hellismenn, þeirra upphaf og endi? Því miður helsti fátt, en við vitum til samanburðar að hópur reyfara er sígildur í æfintýrum þjóða okkur skyldum á meginlandinu. Hvenær átján reyfarar flytja til íslands, með hvaða hætti eða hvaðan verður ekki sagt, frumsögurnar eru okkur hulinn leyndardómur; aðeins sjáum við af Landnámu að saga átján hellismanna hefur verið flækt eitthvað samanvið sagnir um tólf Kroppsmenn, en af þeim eimir ekki eftir nema nafnið, og loks við hinar gríðarlegu borgfirsku lygisögur um hundrað og áttatíu hólmverja — sem okkur virðist í fljótu bragði vera aðeins þessi sama reyfarasaga margfölduð með tíu. í Landnámu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.