Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 36
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR segja, hún er kölluð almenn sögn úr Borgarfirði. Það er ekki ástæða til að halda að átján hellismenn hafi nokkurntíma vikið úr Surtshelli eftir að þeir tóku þar hús á Surti sjálfuin og settust upp einhverntíma á tímabilinu milli Þorbjörns holbarka og þeirra manna er kunnu sögur að segja Sturlu Þórðarsyni. Aðeins hafa þeir tekið myndbreytíngum og feingið dauðdaga ýmsrar tegundar, þar á meðal breyst úr víkíng- legum fornhetjum í hólastúdenta, alt eftir því hvað þótti mest í munni á hverjum tíma, og skift um nöfn eftir því sem nafnatíska breyttist í landi. í hinni almennu sögn úr Borgarfirði, bókfestri á nítjándu öld, eru hellismenn átján sem sagt orðnir jafnmargir hólasveinar, og lögð- ust út af því þeir drápu kellíngu á staðnum, settu hana lifandi inní snjó- kellíngu, segja borgfirsk munnmæli enn í dag: ekki var nú hreystiverk- ið stærra. Upphaf slíkrar sögu virðist að minsta kosti benda til að fornkappasögur hafi verið lækkaðar í verði í landinu um það bil sem þarna var verið að skálda, og komin heldur lágkúra í altsaman, en varla er sagan mjög úng í þessari mynd úr því hólasveinar tróna þar. Altönnur nafnasamstæða fylgir sögunni nú en í Landnámu, og ræður hér nafngiftum sú tilhneigíng borgfirðínga til kerfunar, að gera sem flest örnefni, þau sem dregin eru af mannanöfnum, að áfánga þar sem einhver átján hólasveina, útilegumanna í Surtshelli, hafi verið drepinn. Hafa borgfirðíngar elt suma stúdentana heilar dagleiðir norður á Arn- arvatnsheiði og Tvídægru til að kvista þá. Þeir hellismannaforkólfar Landnámu, Auðunn og Þórarinn, eru nú tröllum týndir, en fimtán ný nöfn talin, -— ekki átján, því þó þjóðsaga geri ráð fyrir átján af einhverju tagi, hirðir hún ekki að telja nákvæmt, hefur ekki tölvísleg áhugamál. Nöfn hinna síðari hellismanna eru dregin af örnefnum í héraðinu er svo heita: Þorvaldsháls, Geiraldar- gnípa (á Arnarvatnsheiði), Atlalækur, Ásgeirsbrunnur, Þiðrikstjörn, Þórishóll, Böðvarshaugur (á Tvídægru), Vilmundarsteinn, Gunnlaugs- höfði, Sveinsteigur, Þormóðslækur, Krákslág, Gíslabrekka, Mundaflöt og loks Eiríksgnípa þángað sem Eiríkur fór á handahlaupuin, — en handahlaup eru af ástæðum mér ókunnum sérstök íþrótt útilegumanna, og nota þeir þessa aðferð við að hlaupa uppá fjöll og jökla eða útí þoku, ekki síst þegar búið er að höggva af þeim fæturna; Gísli Kon- ráðsson og fleiri góðir menn útskrifuðu meira að segja Fjallaeyvind í þessari íþrótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.