Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 37
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 99 Ekki veit ég hvað ráða má af mannanöfnum þeim sem fyrir koma í þessum örnefnum er talin voru, að minsta kosti ekki mikið um útilegu- menn. Þau líta út fyrir að vera frá ýmsum tímum, sum geta verið all- forn, önnur varla, enn önnur að minsta kosti ekki eldri en nöfnin sem þau eru kend við, t. d. vilmundarnafnið sem fyrst er talið stínga sér niður á tólftu öld, eða Mundi sem talið er úng styttíng. Um örnefnið Eiríksjökul vita menn að það er ekki fornt, ætli það gegni ekki sama máli um Eiríksgnípu og þarafleiðandi um Eirík. Um önnur örnefni sem þjóðsagan um hellismenn hefur innbyrt er víst óhætt að fullyrða að þau gætu verið frá hvaða tíma landssögunnar sem væri. í þessari borgarfjarðarþjóðsögu gæti bólað á einni nafnasamstæðunni enn, og með mjög sérstökum blæ, þar sem þeir eru Valnastakkur og Fjögra- maki, gæti verið leifar einhverrar gleymdrar sögu. Eitt er nokkurnveginn víst, nöfn þessi frá ýmsum tímum og með ýmsum blæ, hvort heldur þau standa í þjóðsögunum eða Landnámu, veita aungva vitneskju um útilegumenn í Surtshelli né sagnfræðilega staðfestíngu á veru þeirra þar. 5. Surtshellir. Nú þó útilegumannasögurnar sjálfar segi lítt eða ekki til um hvort mannabygð hafi í raun réttri einhverntíma verið í hellinum Surti, og þó sú verði raun á að sagan um átján reyfara, hvort heldur hún er teingd Surtshelli eða öðrum stöðum, verði þeim mun ótrúlegri sem hún er betur athuguð, fer hinu vitaskuld jafnfjarri að hún afsanni nokkuð um bygð í hellinum. Enda vill nú svo vel til að hellirinn er sjálfur óljúgfróðastur vottur þess að hér hafa menn bygt og átt eigi allskamma viðdvöl, þó um hitt verjist hellirinn allra frétta, hvað manna þar hafi verið að verki. Og meðan einginn er þar til frásagnar nema þetta hljóða vitni er mönnum vitanlega frjálst að trúa því sem þeim þykir líklegast, hvort þeir vilja ímynda sér að þar hafi starfað Surtur jötunn, víkíngar eða hólastúdentar — eða í versta falli einhverjir frið- menn svo yfirlætislausir að jafnvel þjóðsagan hafi ekki getað gert sér mat úr þeim. Surtshelli, þeim hluta hans sem geymir leifar mannabygða, hefur svo oft verið lýst, og auk þess það margt manna vitjað hans, einstak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.