Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 45
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 107 Mynd sú af Gretti sem dregin er í Gretlu er vissulega jafnfjarri því að vera eindregin tröllasaga einsog hinu að vera kátleg fræði þesskon- ar sem gretluhöfundur lýsir bókmentalegum undanfara hennar, Grettis- færslu hinni útsköfnu. Þó mynd sú er grettishöfundur dregur sé þann- ig nær veruleikanum en persónur úr goðsögnum eða hreinni þjóðtrú gerir það hana í aungvu frábrugðna ýmsum öðrum sögum okkar, og mörgum þeim bestu, sem eftir nútímaskilníngi eru öfgafullar þjóð- sögur sagðar af raunsæi íslenskra þrettándualdarmanna; hinsvegar óþarft að taka fram að sú raunsæi á lítt eða ekki skylt við raunvísi þá, empírismann, sem liggur til grundvallar skáldsagnagerð nútímans. Bók- mentir þessar, íslenskar fornsögur, eru samdar af gófuðum miðalda- mönnum á örlagatíð í íslensku þjóðlífi, tímum ekki ósvipuðum þeim sem við lifum á nú, þegar purkunarlausir valdamenn eru að svíkja landið í hendur útlendum aðiljum; og þær tjá, að vísu sem í skuggsjá og ráðgátu, heilabrot aldarinnar um hin allradýpstu viðfángsefni mann- legs lífs, oft með niðurbældri ástríðu, frosnum trega, á máli þar sem tárið er kallað hagl, en brosið boðar hermdarverk, svo aldrei síðar hafa í íslenskum bókmentum verið tekin jafn djúpstæð viðfángsefni lil jafn skáldlegrar meðferðar. En meðþví þessari ritgerð var fremur ætlað að fjalla um bústaði útilegumanna en skáldskap um útilegumenn skal ég nú flýta mér að nálgast efnið aftur. Lítum fyrst á tvö grettisbæli, annað úr sögunni sjálfri, bælið í Fagraskógarfjalli, hitt úr munnmælum sem eru vissu- lega jafngóð þó þau hafi ekki komist á bók á fjórtándu öld, bælið í Axarnúpi nyrðra. Stöðunum er báðum sameiginlegt að fólk umhverfis þá í hvoru bygðarlaginu um sig efast ekki um að þetta séu sannveru- legir grettisbústaðir. Sagan um vist Grettis á þeim staðnum sem ég taldi fyr er á þá leið að hann sest þar í ;,boru“ í fjallinu, — í Bjarnar sögu hítdælakappa er boran reyndar kölluð „rauf“, sennilega af því höfundur þeirrar sögu er of staðfróður til að taka boruna í mál. Fyrir boru þessa í fjallinu tjaldar Grettir síðan gráum dúki svo hann sjáist síður af þjóðveginum neðanundir, en ekki er þess getið hve mörg hundruð vaðmála skógar- maðurinn hafi haft með sér til þessa nauðsynjaverks. Atvinnuháttum hans er þannig lýst að hann hleypur uppi sauði fyrir augum bænda, þrífur þá tvo og tvo og kastar forbrekkis svo þeir liggja í óviti, krækir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.