Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 52
114 TÍMARJT MÁLS OG MENNINGAR þáttar, gerir sér far um að skapa þar ókomnum atburðum sennileik. Hann lætur bændur í Skagafirði selja Þorbirni aungli mestalla Drángey og er það í skilmálunum að Aungull annaðhvort drepi Gretti eða komi honum á burt. Bindst Aungull þannig fyrir við bændur um dráp Grettis. Orsök þess að Aungull verður til verksins er með öðrum orð- um sú að þetta er skilyrði í kaupsamníngi um Drángey. Því miður er raunsæisaðferðin oft slyppifeingari en ómeingað æfintýrið: það gleym- ist nefnilega að gera sennilegt hver akkur bændum sé í því að Grettir verði drepinn í eynni, eða komið burt þaðan, úr því þeir eru búnir að selja hana og eiga þar ekki framar neitt í húfi. Eftir þetta má segja að höfundur gefi raunsæisaðferðina að mestu uppá bátinn um sinn, aðdragandinn að drápi Grettis gerist allur á veg- um töfrahyggjunnar og samkvæmt lögum þjóðsagna um fjölkyngi, atburðirnir verða háðir þessari einkennilegu sambræðslu tilviljunar og forlaga, þessum sérkennilega leik æfintýrisins að andstæðum, alt sem gerist verður meira eða minna óskiljanlegt og óhugsanlegt nema frá ókristilegum sjónarmiðum skapatrúar þeirrar sem fornsagnahöfundar vorir játtu í hjarta sínu: fyrst er rúnakeflið, síðan geigar öxin, Glaum- ur þrjóskast við að draga upp stigann daginn sem Aungull siglir framí eyna, en sefur í stórviðri og kulda heilan dag framá klettinum uns til- ræðismenn eru komnir upp. Framhaldið hefur mjög á sér svip miðalda- myndlistar einsog títt er um margt hið snjallasta í fornsögum vorum; verða þá náttúrleg hlutföll skilmálalaust að víkja fyrir lögum sem þar eru æðri, raunsennileikinn fyrir áhersluatriðum hetjuskáldskaparins: pilturinn Illugi ver gegn her manns dyr kofans, sem reyndar má ekki gleyma að kalla skála, loks sjá tilræðismenn sér ekki annað sýnna en fara uppá „skálann“ og rjúfa þekjuna — sígild aðferð í fornum sögum þegar líkt stendur á, loks upphefst ein þessara fastmótuðu orustulýsínga íslendingasagna, með því afbrigði að hér berst hetjan helsjúkur gegn ofurefli liðs, kvistar að vísu rífan hluta þess einsog spýtukalla, en hlýt- ur þó seinast að láta lífið. Að Gretti dauðum fara þeir að basla við að ná saxinu úr greip hans, átta menn reyna sig á þessari þraut en kemur fyrir ekki, uns tekið er það ráð að höggva af höndina o. s. frv. Hvort unt sé að búa í Drángey til lángframa, segjum altuppí þrjú ár, án þess að njóta skipulagðrar hjálpar úr landi og friðsamlegra viðskifta við héraðsmenn, legg ég undir dóm raunhygginna manna sem kunnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.