Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 63
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 125 mót eru eina fólkið frá upphafi íslandsbygðar sem vitað er um að gert hafi íslandsöræfi að heimili sínu öðrum þræði í meira en þrjátíu ár. Þegar hillíngum þjóðtrúar og æfintýra sleppir standa þessi hjón ein eftir á íslandsöræfum, tvær raunverulegar manneskjur. En ein griðka gerir aungvan dans, segir máltækið, og það er Birni Gunnlaugssyni ljóst þegar hann ítrekar í grein sinni að varla sé hægt að tala um úti- legumannabygð á tilteknum stað, Eyvindarveri, „þó þessi eini maður með konu sinni hafi dvalið þar um tíma“. Þessi sama niðurstaða gildir um allar aðrar útilegubygðir í öræfum. Dvalarstaðir Eyvindar ýmist einsamals eða í félagi við Höllu eru furðumargir kunnir á hálendinu; ýmsra þeirra sér þó ekki leingur merki, svosem vistarveru hans á Arnarvatnsheiði, en þar er hann talinn hafa legið fyrst úti, og kanski oftar en einusinni; til er Eyvindarhola í Hallmundarhrauni suðaustur af Reykjavatni, en ekki veit ég gerla hvort hún er sannsögulegur bústaður hans. Eins er á Hveravöllum, þar sjást aungvar rústir af eyvindarkofa að því er túngnamenn fullvissuðu mig um eftir að ég hafði sjálfur gert þar árangurslausa leit; í ótrygg- um heimildum segir að Eyvindur hafi verið tekinn þar 1764 — ásamt Arnesi, og það eitt er nóg til að gera þá sögu hæpna, því vafasamt er hvort Arnes hefur nokkurntíma séð Eyvind auk heldur meir. Afturá- móti eru ekki alhorfin ummerki bæar þess sem þau hjón áttu í Arnar- fellsmúlum undir Hofsjökli og Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson í Hjálmholti lét brenna fyrir þeim 1762. En um bústað þann sem nú var talinn er til gleggri frásögn en aðrar vistarverur Eyvindar, skýrsla um skoðunargerð sem sýslumaður lét fram fara á bænum, og er hún al- þekt og margprentuð. í þessum bæ þeirra hefur verið samankomin bú- slóð einsog minst verður komist af með á Islandi, og þó varla minni en tíðkast hefur alment með kotúngum. í skýrslunni eru taldir hlutir einsog askar, diskar, mjólkurtrog, smiðjubelgur, skæri, snældusnúðar og fleiri áhöld ýmiskonar, fatnaður, þarámeðal gul prjónapeysa með látúns- hnöppum, fiður í skjóðu, bandhnyklar úr vorull, Gísla postilla og Jóns Arasonar passíuprédikanir osfrv. Þetta er eitthvað búmannlegra en þegar Grettir anar uppá jökla með ekki aðrar föggur en „ketil og elds- virki“. Forði hjónanna utanhúss var meðal annars þrjátíu kapla viðar- köstur og í honum sjötíu og þrjú sauðarföll, mest fullorðnir sauðir, auk ýmsra annarra vista, og er af þessu ljóst að snjóskum manni gat í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.