Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 66
128 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir í Hvannalindum; gerðu þeir rannsóknir á minjum þessum eftir því sem þeir höfðu faung til. Þetta er í fyrsta sinni sem leifar manna- bygða „finnast“ í Hvannalindum. A seinni árum hefur fjöldi manna farið í þessar „lindur“, og lýsíngar á staðháttum þar hafa verið fastur liður í skemti- og fræðiblöðum alskonar, svo ekki er ástæða til að þreyta menn á þeim lýsíngum einusinni enn. Aðeins skal ég minna á að hér er ekki um eina kofarúst að ræða, heldur „tóttaþorp“ einsog Jón Stefánsson kemst að orði, alhýsi; þarna er eldhús með eldstó, eystrahús og vestrahús (?), rángalar og loks rétt handa fjörutíu fimtíu fjár skamt undan. Bendir þetta til að hér hafi maður ekki einsamall átt bygð að staðaldri um eigi allskamman tíma. Þíngeyíngar fundu þarna mikið af hrossabeinum, dálítið af sauðbeinum, og steináhald allmikið sem þeir hugðu „pottbotn“, og enn er þar til sýnis, loks nokk- ur sprekaklyf milli tótta, og voru orðin mosavaxin: húsráðendur hafa að minsta kosti ekki yfirgefið staðinn vegna aðsteðjandi eldiviðar- leysis. „Eflaust er þetta tóttaþorp ekki ýngra en hundrað ára,“ segir Jón Stefánsson 1880. Greinagóðum mönnum sem komu þarna skömmu eftir 1930 ber saman um að hraðinn í hrörnun kofanna hafi verið slíkur á fimtíu árum, síðan lýsing J. S. var gerð, að ástæðulaust sé að vefeingja ágiskun hans um aldur þeirra 1880. En sé þessi aldur tekinn gildur hefur verið bygt hér og búið einmitt á þeim árum sem víst er að Ey- vindur og Halla dveljast á þessum öræfum. Einginn maður hefur verið bendlaður við útilegu á þessum slóðum annar en þau, og einmitt á þeim tíma sem sennilegast er að kofarnir séu bygðir, og reyndar hvorki fyr né síðar. Ólafur Jónsson höfundur bókarinnar Ódáðahraun, glögg- ur maður og fróður um sögu og staðhætti þessara öræfa, telur og aungvan vafa á því að hér hafi Eyvindur búið, hyggur að hann hafi bygt hér 1775. En mér er spurn, er ástæða til annars en gera ráð fyrir að þau Eyvindur og Halla hafi bygt hér skömmu eftir að þau náðu saman eftir reykjahlíðarstrok, og jafnvel setið hér fyrsta vetur sinn á austuröræfum 1772—73; og sé þá herðubreiðarkofinn aðeins bráða- birgðaskýli sem Eyvindur hafi hróflað sér upp meðan hann var hér einsamall og lítt kunnur staðháttum að bíða eftir Höllu. Mér þykir einnig sennilegt, einsog Jón Sigurðsson frá Gautlöndum hyggur, að íbúar staðar þessa hafi haft einhver viðskifti við bygðamenn, en sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.