Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 77
OPINBERT LISTASAFN Á ÍSLANDI 139 vindlingi, hvergi má tala saman, nema í hálfum hljóðum, og jafnvel í stórum söfnum, sem krefjast heilla daga, ef á að skoða þau sæmilega, eru engin föng á að hvíla sig við kaffisopa eða aðra hressingu. í stað þess, að slík ferð ætti að geta orðið til djúprar nautnar, verður hún oft hið mesta erfiði. Ef listasafn á að fullnægja tilgangi sínum, verður það að vera meira en veggir með myndum og gljáfægð gólf. Það verður að anda þeim hlýleika og skapa listaverkum sínum það umhverfi, að menn geti notið þeirra eins eðlilega og frjálslega sem væru þeir á sínu eigin heimili. Og það verður að vera enn meira. Það verður að vera miðstöð og höfuðból allrar myndlistar í landinu. Það verður að eiga gott safn bóka og tímarita, gott safn eftirmynda af frægum erlendum listaverk- um, — það verður að veita almenningi góða og aðgengilega fræðslu um listir og koma á stað skiptum erlendra og íslenzkra sýninga. Það verður að vera sá vettvangur, þar sem hægt er að njóta alls hins bezta í íslenzkri list við góð skilyrði, og þar sem hinn mikli gróandi í listáhuga þjóðarinnar getur átt traust og virðulegt athvarf. Þessi hugmynd er ekki ný. Mörg ár eru síðan að íslenzkum listunn- endum varð ljóst, hvílík frumnauðsyn þetta er. Eftir því, sem ár hafa liðið og íslenzkri list vaxið þróttur, hefur hugmynd þessi leitað æ fast- ar á og orðið brýnni. En þó varð það ekki fyrr en nú í vetur, að hún hefur öðlazt ákveðið form. Ungur listamaður í Kaupmannahöfn, Skarphéðinn Jóhannsson arki- tekt, sem er mörgum kunnur fyrir einstaka smekkvísi og listfengi, hefur valið sér þetta verkefni til lokaprófs við Konunglega Akademíið í Kaupmannahöfn, og hefur fórnað því miklum tíma og nákvæmri alúð. Þar sem mér virðast teikningar þessar bæði merkilegar og mikilsvert spor í þá átt, að menn geti gert sér grein fyrir hinum nákvæmari atrið- um málsins, bað ég hann leyfis til að mega birta þær opinberlega. Áður en það varð, sendi hann stjórn Fél. ísl. myndlistamanna nokkra uppdrætti til umsagnar, og hlutu þeir hina beztu dóma. Þar sem þær fullgerðu teikningar, sem Skarphéðinn hefur lagt fyrir dómnefndina, hafa orðið að fela í sér ýmis atriði, sem ekki samræmast aðstæðum okkar að fullu, hef ég frekar kosið að birta hér nokkra lauslega uppdrætti, sem mér virðast betur henta, en má þó alls ekki skoða sem endanlegar tillögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.