Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 80
142 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Varðandi byggingarefni er gert ráð fyrir rammakerfi úr járnbentri steypu, sem sé síðan fyllt út með léttara efni, eins og mikið er farið að tíðkast erlendis. Burðarstöplarnir úr járnbentri steypu, sem sýni- legir eru á útlitsteikningunni, skipta framhliðinni í reiti, og gera með því allt yfirbragð hússins léttara. Hugmyndin er síðan sú, að leggja yzta borð þessara reita, á milli glugganna, með myndskreyttum kera- míkplötum eða mósaík. Skreytingin yrði þó að vera mjög yfirlætis- laus og fínleg, svo heildarsvipur byggingarinnar yrði ekki rofinn. Yfir fordyrinu er gert ráð fyrir lágmynd, allstórri, og einnig á gafli þverálmunnar til vinstri. Forsalur. Þótt uppdrátturinn (1. mynd) segi glöggttil um helztu atrið- in í skipun hússins, ætla ég samt að fylgja honum eftir með nokkrum orð- um. Eins og sjá má á teikningu framhliðarinnar, eru á henni tvær dyr, fordyrið stóra fyrir miðju og annað austar. Þegar gengið er inn um aðalinnganginn, verður fyrst fyrir vindfang, en inn úr því aðrar dyr í forsalinn sjálfan. Forsalurinn (sbr. 4. mynd) er ca. 10X12 metrar, nær alveg upp úr og fær birtu sína um stóra glugga, sem eru efst móti suðri, þannig að Ijósið fellur með mönnum, þegar inn er gengið. Hér er gert ráð fyrir nokkrum höggmyndum, og einnig því, að veggirnir verði skreyttir, t. d. freskum. Vesturálma, neðri hœð. Þegar hér er komið, tekur hið eiginlega safn við á vinstri hönd (fatahengi utarlega til hægri), og verður þá fyrst fyrir mönnum mikill höggmyndasalur, ca. 8X24 m, (sjá 2. mynd) og er gengið í hann niður örfá þrep. Hér er gert ráð fyrir að geyma hinar smærri höggmyndir og allar þær, sem ekki má hafa úti. Gólf- flöturinn er hér lægri en annarsstaðar í húsinu, en það er gert til þess að fá aukna hæð og hærri birtu. Þegar komið er upp þrepin í hinum endanum, tekur við pallur, sem tengir salina beggja megin með jöfnum gólffleti. Hér eru einnig myndir og bekkir til hvíldar. Til vinstri taka við tveir málverkasalir, ca. 8X12 metrar til samans. Annar þeirra fær birtu sína um glugga á móti vestri, hinn á móti austri, en suðurveggurinn er heill. Ef á þarf að halda, má taka skil- rúmið og nota þá í einu lagi. Héðan tekur við annar salur nokkru minni, með glugga móti vestri, en síðan þrír, sem allir vita í norður. Þeir stærstu, sem skipta má með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.