Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 83
OPINBERT LISTASAFN Á ÍSLANDI 145 Inn úr sýningarsalnum er síðan geymsla, lítið herbergi og lyfta, sem er í sambandi við bakdyrnar, svo ekki þurfi að flytja sýningar- gripi um forsalinn. Austurálma, neðri hœð (Sjá 2. mynd). Inn í neðri hæð austur- hlutans er gengið um dyr, sem eru fyrir miðjum hægra vegg forsalsins. Fyrst er komið inn í litla forstofu, en þaðan eru dyr inn í salerni, aðrar í veitingasal, og þær þriðju inn í aðra af tveim skrifstofum. A annarri teikningu hefur Skarphéðinn gert ráð fyrir því, að salernum verði komið fyrir undir tröppum í forsal, og væri sú úrlausn að lík- indum betri. Það er einnig nokkur nýlunda í safnbyggingum, að gert sé ráð fyrir veitingasal, en eins og allir þekkja, sem söfn hafa sótt, er slíkt ekki sízt nauðsynlegt. Hér geta bæði þeir, sem sjálft safnið sækja og einnig þeir, sem sitja við lestur á bókasafninu, fengið sér hressingar, auk þess, sem hann er aðgengilegur beint að utan fyrir þá, sem kannske sækja höggmyndagarðinn en ekki safnið sjálft. Fyrir framan veitingasalinn er lítill gangur, sem veit annars vegar inn í bókasafnið en hins vegar inn í skrifstofu safnsins. Með þessu skipulagi má þannig koma á skrifstofuna, bókasafnið og veitingasalinn beint að utan, án þess að ganga þurfi um fordyri hússins. í bókasafninu mundu verða geymdar allar þær bókmenntir um listir, sem föng væru á, jafnframt mundi þar vera safn tímarita, ljós- mynda og prentaðra eftirmynda af erlendum sem innlendum listaverk- um. Inn úr því er lítið, aðskilið námsherbergi og geymsla. Auk þessa, sem upp hefur verið talið, er hér að sjálfsögðu eldhús í beinu sambandi við veitingastofuna, og hefur það útgang um bak- dyrnar. Því er enn fremur þannig fyrir komið, að það hefur hentugan aðgang að lyftu upp á efri hæðina. Þetta er einkar þægilegt, því að oft getur það komið fyrir, að nota þurfi stóra sýningarsalinn uppi fyrir veizlur, t. d. í sambandi við komu erlendra gesta, listamannaþing o. s. frv., og er öll aðstaða til þess þannig gerð mjög handhæg. Það eina, sem mér virðist mega betur fara í skipun þessarar hæðar er það, að veitingasalurinn ætti frekar að vita á móti suðri, bæði vegna birtu og útsýnis. Þetta atriði hefur Skarphéðinn að vísu athugað, og hefur í öðrum uppdráttum skipt á staðsetningu bókasafns og veit- ingastofu, en ef því yrði fylgt, verður jafnframt að opna greiðari að- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.