Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 101
EFTIR ER ENN YÐVARR HLUTUR 163 hljómaði nú sem viðvörunarorð á tólftu stundu til þeirra manna, er voru að bregðast þjóð, sem fordæmir hermennsku, kemur aldrei til hugar að herja á nokkra þjóð, gæti ekki varið sig með vopnum, þótt á hana yrði ráðizt og á þess vegna ekkert erindi inn í hernaðarbandalag. Eins og til áréttingar þessum orðum, sem enga áheyrn fengu, tóku nokkrir unglingar til bragðs að mola sundur hraunhellurnar, sem raðað er með gangstígum Austurvallar og þeyta grjótflísunum inn til „háttvirtra“ þingmanna. Nokkrir rifu upp torfusnepla og enn aðrir höfðu egg í fórum sínum og allt fór það sömu leiðina. Lauk svo atkvæðagreiðslu og var fundi slitið í skyndi, skyldi þá fella fánann, svo sem venja er til, en íslenzki fáninn stóð á sér, blakti um stund í hálfa stöng og boðaði þjóðarsorg. Þingmenn dreifðu sér um Alþingishúsið og höfðu fengið fyrirmæli um að halda þar kyrru fyrir, unz hinum æsta múg hefði verið dreift; lögregla og hvítliðar lögðu til atlögu við borgarana og var það ójafn leikur, þar sem hinir fyrrnefndu voru vel vopnaðir og höfðu auk þess skipun um að beita táragasi, sem þeir og gerðu án fyrirvara. Það ber öllum saman um, sem ég hef heyrt tala um orrahríðina við þinghúsið. Þótt fólkið væri hrakið burt með táragasi, kom það hvað eftir annað til baka og hafði þá afvopnað hvítliða og jafnvel lögregluþjóna, og varð þá ýmsum á að beita þessum vopnum með heitri gremju helsærðrar þjóðrækniskenndar og mannlundaðri mótspyrnu gegn grimmilegri og fyrirvaralausri árás, sem alsaklausir menn urðu einnig fyrir, en sök þeirra var þá sú, að hafa komið á vettvang eftir boði sjálfra formanna stjórnarflokkanna. í hópi alls þess mikla fjölda, sem var þungt um hjarta af sorg yfir meðferð þingmannanna á mesta tilfinningamáli þjóðarinnar, og heitur af gremju yfir svívirðingunni, sem sýnd var með svikráðum, æðis- genginni barsmíð og margendurtekinni gasárás — var ung, reykvíksk skólastúlka. Háttprúð, ung stúlka, námfús, ötul og markvís. Ein þeirra dætra, sem foreldrar eru stoltir af og treysta takmarkalaust, því að þeir vita að réttskyggni þeirra muni ávallt leiða þær á rétta braut. Þessi unga stúlka hélt sig fast við Alþingishúsið og hopaði ekki á hverju sem gekk; þótt hrindingar hrektu hana til og pústrar hrytu allt í kringum hana, tók hún alltaf sömu stöðu og áður. Gaseimurinn sveimaði um hana, gasið steig í þykkum bólstrum upp af jörðinni að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.