Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 114
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR flestar lítt mótaðar, eftirminnilegust og skýrust er berklaveika stúlkan, „vofa“ Arnfinns; og saga hinna ungu elskenda er bæði rómantísk og falleg, þrátt fyrir táradöggvaða viðkvæmni, en raunar gamalkunn úr fyrri bókum Kristmanns. Athyglisverð er efnisskipan sögunnar, atvik og myndir skiptast á, hratt og eðli- lega líkt og sýning á tjaldi; vera má að erlendar fyrirmyndir liggi þar að baki, en frá þeim kann ég ekki að greina. Um sálfræðilegar athuganir höfundarins er margt gott að segja. En þrátt fyrir allt missir sagan marks. Hún er of fjarri lifenda lífi, lætur les- andann ósnortinn. Það kann að vera fróðlegt að kynnast geðflækjum þess- ara sérstæðu og siðprúðu hjóna, en venjulegum mönnum koma þær lítið við; vandkvæði þeirra eru að mestu gleymd um leið og lesandinn lokar bók- inni Á. Hj. Annarlegar tungur. Ljótfaþýðingar ejtir Anonymus. Reykjavík 1948. Heimskringla. Bókarheitið segir, að ljóð eru þarna þýdd, en ekki, að úr þeim verði þama ljóð. Aftur á móti lofar bókarheitið því, að annarlegar, erlendar tungur skuli heyrast gegnum þýðingarnar. Eftirmáli takmarkar nánar: — „geta ber þess með trega, að margar þessara ljóðaþýðinga eru ekki útlagðar beint úr frummálinu og hafa því óefað fjarlægzt uppruna sinn enn meir en ella mundi. Þá hafa og sum kvæðanna, er upphaflega voru meira eða minna rímuð, verið færð hér til óbundinnar hrynjandi. Fer eftir at- vikum, hvort slíkt skal telja kost eða löst.“ Hin „óbundna hrynjandi“ þýðing- anna er stundum heyranleg, stundum alls ekki, nema hún eigi að velta á hryn- brjótum í stað bragfóta. Slíkt er eflaust kostur eða löstur eftir atvikum eins og rímleysið, því að „óbundna hrynjandin" er alls ekkert Ijóð né kvæði, að íslenzk- um lögum. Hins vegar lýtur hún alþjóð- legum reglum mælskulistar. Ljóðkennd- in hjá Anonymusi virðist þeim takmörk- um bundin, að ég hygg vel farið, að hann kaus þýðingum sínum mælsku- formið heldur en vængi Pegasusar. Anonymus hlýtur að vera áræðinn maður með talsverða hæfileika og tungu- ruálaþekking. Hann á nokkurn orða- forða og nær svo líkum blæ á allar þýð- ingar, að ótrúlegt er, að hann sé rétt að byrja á list sinni. Frumsamin „ljóð“ hafa og birzt annars staðar undir hans nafni. Hann stundar ljóðrænt orðaval, litskrúðugt og heldur hátíðlegt, þegar ekki spilla hortittir. Af því að mannin- um eru ýmsir hlutir vel gefnir, verður að deila á hann fyrir þýðingamistök. Rímleysi þessa manns læt ég mig engu skipta samkvæmt framansögðu, og há- tíðlega stílinn sinn má hann eiga án þess, að ég brosi að. Svo stórhuga er Anonymus, að hann lætur sig ekki muna um að þýða í einu eftir 50 skáld úr hartnær 20 tungumál- um, ef ótalin eru frá þau ljóð, sem hann náði ekki í frumtexta. Stórskáld eru þar mörg og áhættusöm til að þýða. Þungt fann Matthías til vanmáttar, er hann „glímdi við Byron Bretatröll" og var samt talinn snjallari en Anonymus. Matthías vissi það sigurvænlegast að þýða heldur heil verk en stúfa eftir meg- inskáldin og þóttist með því einu móti geta sökkt sér svo í viðfangsefnið, að hann sigraði í glímunni. Aðferð hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.