Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 115
UMSAGNIR UM BÆKUR 177 var rétt. En í staS þess að þýða í heild t. d. hið stutta leikrit Nóbelsverðlauna- skáldsins T. S. Eliots: Víg Tómasar erkibiskups (Murder in the Cathedral), hefur Anonymus valið sér tvo af til- komumestu kórsöngvunum þaðan, þýtt þá slitna úr samhengi og þess vegna brostið orku til að vinna þrekvirkið. Stórhugur á það víst að vera, að ætla hinum erlendu tungum að heyrast gegn- um þýðingamar. Gott er, að hann kann þær ekki allar tuttugu, minnir mig ein- hver segði, „en geta ber þess með trega.“ Sem betur fer, eru það varla meir en fá- ein tungumálseinkenni þýzku og sænsku, sem þýðandinn reynir að innlima í móð- urmál sitt og ekki með öllu nýstárleg, því að löngum þótti sigldum mönnum auðlærðust ill danska. Ur ensku nær þýðandinn í dálítið af málvillum (t. d. eint. f. flt. og öfugt), en sýnist eiga meira vald á að þýða úr því máli en hin- um, einkum í orðskipun og stíl. Það skyldi ekki vera, að flest, sem réttlætir bókarheitið Annarlegar tungur, væri stórhugaruppgerð, sem af vanmætti sprettur? Velja má dæmi víðast hvar úr bók- inni til staðfestingar orðum mínum. Sanngjamara mun að taka heilt „ljóð“ en slitrur einar, og hér kemur þýðing kvæðis eftir Mörike: Til einnar (svo) eólshörpu: Sveigt inn að gamla pallbyrgisins / múr- grænuklædda vegg, / þú í loftinu bor- innar söngmeyjar / leyndardómsfulla strengjaspil, / byrja, / ó byrja af nýju / þitt hljómblíða andvarp! Vindar, þér komið langt að, / æ, frá drengsins fagurgrænkandi kumbli, / hann (svo) sem var mér svo kær. / Sáldr- andi vorblómum á veginn, / ilmhöfgum, / hversu Ijúft þér snertið þetta hjarta! / Þér þjótið í strengjunum, / hjúpaðir óm- sælunnar trega, / þér vaxið í samleik við þrá mína / og deyið aftur burt. En allt í einu, / þá stormurinn geysar (svo) ólmari fram, / fallega endursveifl- ar harpan / í ópi, mér til ljúfrar furðu, / sálar minnar snögga viðbragði: / og sjá: — ítur rósin stráir / öllum blöðum sín- um að fótum mér! Miðhluti Ijóðsins er skaplegastur og athugast fyrst. Merking orða er þar höfð vafasöm, gegn vilja skáldsins. Orðið œ ætti að þýða ætíð. Menn reka sjaldan upp æ í miðri setning, nema þeir séu klipnir sárt. Þó er þetta raunar þýzkt Ach eða danskt Ak að uppruna og hef- ur dottið svona ofan í milli fyrir slys þýðandans. „Sáldrandi vorblómum“ eru orð, sem vísa til drengsins látna, þegar Ijóðið er lesið upphátt, en til orðsins þér, eftir að merkjasetningin er rann- sökuð. Þessi orðaröð er óleyfileg (frum- lag sett á eftir viðurlagi, málskrúðugu, sem vísar til þess). Ólánið er að elta þýzkuna svo, að segja þurfi sáldrandi, en gleyma íslenzkunni þér sáldrið eða þiS sáldriS. Og hvað þýða orðin þetta hjarta, fyrst ekki mátti standa hið auð- skilda: hjartaS eða hjarta mitt? Er átt við látna drenginn („elsku hjartað") eða er þetta hortittur, sem þýðandinn hefur tekið með af sljóleik? Síðari kost- urinn virðist vægari skilningur á þýð- andanum, en meinlausir voru margir rímnahortittir hjá þessum. Eitt í þessum miðparti er ekki slys, heldur ólæknandi smekkleysi. Það er, að þjótandi vindar séu hjúpaðir, klædd- ir. Ef sá sljóleikur á samlíking kemur 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.