Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 116
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR af „ómsælunnar trega“, verði þessum Egilsniðja klessumálverkið að góðu. „En allt í einu“ er komið úr „ómsæl- unnar trega“ að „sálar minnar snögga viðbragði" í ópi (skræk?), sem endur- sveiflast fallega frá hörpunni. Er það víst, að fagurkerinn Símon Dalaskáld hefði kært sig um að beita orðinu „fal- lega“ á þessum stað? Eftir þetta sýnist liöfuðstökk Anon- ymuss í þýðingarbyrjun varla eins fárán- legt og áður en við skildum, að allt verð- ur að vera stæll. Nú getum við kært okk- ur kollótta um það, hvort söngmærin hans er kölluð til að syngja (= leika strengjaspil?) eða hún á ekkert að syngja og einhver önnur að sjá um strengleikinn (eða er strengjaspil hljóð- færi?), — eða hvort hún er fædd í loft- inu eða aðflutt í loftinu. Ljóst er, að ekki er hún beðin að byrja og andvarpa, heldur ávarpar skáldið hinn dauða hlut samlíkingarinnar, sveigðan inn að vegg, hinn óttalega leyndardóm. „Mörike hefur verið vont skáld,“ seg- ir einhver, „og hann keyrði kvæði sín í fjötra rímsins, svo að ekki er hægt að þýða náttúrlega.“ Engin afsökun er slíkt, þó að satt væri. En sannara er, að Mörike þykir gott skáld og sjaldan er málfar eins óskýrt í fjötrum rímsins og það verður þarna hjá Anonymusi. Og þýzk orðskipun Mörikes á það erindi eitt inn í íslenzkt mál að gera þýðandann hlægilegan. Næst er að líta á einhverja sænsku- þýðing til samanburðar. Sænska er þeim mun léttari, að hún freistar ekki Anonymuss til að láta hugsun standa á höfði, snúa henni í höfuðstökk eins og eólshörpunni. Tökum kvæði eftir Karin Boye, Bæn til sólarinnar. Þýðingaraðferðin er hin sama sem á öllum öðrum þýðingum Anonymuss, þar sem ég hef átt kost á að bera saman við frumtexta. Orðin eru þýdd nákvæmlega í þeirri röð, sem þau standa í frumtext- anum og yfirleitt með þeirri merking, sem orðabækur leggja manni fyrsta upp í hendur. Þetta er skólaþýðing, versio, og þrælbundin af heilögum ásetningi nákvæmninnar, en fyrirfram dæmd til að missa af anda hvers þess kvæðis, sem lifir innra lífi sínu bak við orðin. Þetta finnst mér átakanlegt í glímu A. við Karin Boye eins og víðar, en rúm er ekki til að útlista það. Nákvæmnin verður að fávitaskap, þegar á hana og orðabókina er treyst. Karin segir um sköpun mannsins: Manniskan drog du / frán en jordfast sten med blinda blickar / till en vandr- ande, vajande vaxt____ Mér virðist það þýða: Ur jarðföstum steini með blint augnaráð framleiddirðu mann, jurtina, sem reikar um og blakt- ir ... En Anonymus þýðir: Manninn togaðir þú / frá jarðföstum steini með sjónlausu bliki / til reikandi blaktandi vaxtar ... Smekkur Anonymuss lýsir sér í orðinu togaðir, sænskuþekkingin í seinasta orð- inu, sem hann heldur, að þýði vöxt, en ekki jurt, og íslenzkuþekkingin í sjón- lausu bliki, þar sem hann ætlar bliki að þýða augnatillit, kannski ásta-„blikk“. Furðar nokkum eftir þessa athugun, þótt A. beri ekki gæfu til að þýða stór- virki, t. d. eftir skáld eins og Eliot, þó að hann hafi þar skárri þekking og ugg- laust bezta vilja? Aðeins eitt kvæði enn, ef ekki þrýtur þolinmæði lesenda, og það er eftir þýzka ljóðsnillinginn Rainer Maria Rilke: Wie der Abendwind. Þýðingin, Sem þá kvöldgola ..., ber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.