Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 117
UMSAGNIR UM BÆKUR 179 auðkenni A. Harðlega innilokuð tár frumkvæðisins verða í útleggingu tár „hins fergSa kyrtils“, og sýnist vera um undarlega fatapressun að ræða. Ef kyrt- ill er villa fyrir kirtill, eins og góður maður hélt við mig, tekur ferging hans út yfir allt smekkleysi, tár eru ekki súr- hey. Sá, sem frumkvæðið segir ráðinn í að standast (eða þola: dauern) enda- laust, verður hjá A. „óendanlega ákveð- inn aS bíSa“. A. hefur „mýkt í harð- neskjunnar inni“, þegar sálarlífi innan skeljarinnar er lýst, og „harmsins sak- leysislegu eggjar“ eru þýðing hans á schuldlose Schneide der Leiden (eggj- ar, sem bíta án þess að eiga sök á þján- ingunum sjálfar). Engill þjáninganna fylgir hesti manns við hlið í kvæðinu: Hált sich stundenlang zur Seite dem finsteren Reiter, hat denseiben Gang wie die namenlosen Gefúhle. Þýðing A. Heldur sig daglangt við hlið hins dökka riddarans ■og hefur sama göngulag og allar nafnlausar kenndir. Málvillan „hins dökka riddarans" er öpuð eftir sænsku, en ekki þýzku. Reið- maðurinn er þungbúinn (finster), en tilhæfulaust að kalla hann dökkan, eins og A. gerir. Orðið „daglangt" spillir ein- ingu kvæðis, sem hefst með kvöldgolu, og það er annað en stundenlang. Seinni braglínan segir, að gangur engilsins er samstilltur við óskýranlegar (namen- lose) tilfinningar mannsins. A. hefur ekkert skilið í því og býr til tóma vit- leysu í staðinn. Frumkvæðið hefur sérkennilegt inn- rim og stálmjúka hrynjandi. Hvorugu hefur A. víst tekið eftir. Nóg er komið. Anonymus er ekki aum- astur þeirra, sem birt hafa svonefndar ljóðabækur á seinni árum, en bók hans er hin vítaverðasta. Björn Sigfússon. Erlendar bækur á íslenzku. Eins og nú er háttað ráðstöfun erlends gjaldeyris hér á landi, verður mjög litlu af honum varið til bókakaupa, og það svo að með öllu er óviðunandi. Það er því fengur bókalesendum að fá í þýð- ingum góðar erlendar bækur, þótt þær að vísu séu dýrari en á erlendu málun- um. Auk þess eru þeir auðvitað fleiri sem geta notfært sér þýðingar, þótt furðu margir séu læsir á erlent mál, eitt eða fleiri. Margt af því sem þýtt er, hefur raun- ar ekkert bókmenntalegt gildi og þýð- ingar lélegar, stundum ber það og við að þýðingar á góðum bókum eru ekki vandaðar sem skyldi; ættu bæði lesend- ur og gagnrýnendur að gera harðari kröfur í því efni, því að það sæmir ekki bókmenntaþjóð að affæra verk erlendra rithöfunda eða misbjóða tungu sinni. Þá má einnig minna á hve hörmulega er áhótavant prófarkalestri almennt, og er það lítt skiljanlegt lesendum að ekki skuli vera hægt að gera bækur nokkum veginn préntvillulausar áður en þær eru prentaðar og seldar fólki. Þegar ég fór að athuga val þýddra bóka undanfarið, vakti það fyrst athygli mína að þær voru vel flestar eftir gam- alkunna höfunda. Er það ekki nema lof- samlegt að velja höfunda sem orðnir eru eða eru að verða klassískir, en þó virðist ástæðulaust að láta þar staðar numið. Við eigum að fá að fylgjast með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.