Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 120
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fátæktin var raikil og hann var jafnan heilsulítill, en það var margt sem vakti athygli þessa næma og gáfaða drengs í þessum undarlega lieimi. Minningarnar eru barmafullar af atvikum og innra lífi, skrifaðar af einfaldleik og fjöri og skilningi og samúð. Og þótt tilveran sé oftast ömurleg, þar eð hann verður löng- um að sitja heima og gæta systur sinnar, eða hann liggur sjúkur í rúminu, þá er tilhlökkunin fljót á sér, þegar eitthvað skemmtilegt var í vændum: „ ... Það er sem eitthvað ljóst og gullið kitli mann í augun, og þegar þeim er lokið upp, reyn- ist umhverfið ekki grátt að vanda, lield- ur Ijómandi af annarlegri birtu ... Hæ, hó! í dag eigum við að fá að fara út í skóg! ..." Ditta mannsbarn er önnur sagan í röð- inni af þremur í skáldsagnabálki. (Pelle erobreren, Ditte menneskebarn og Mor- ten hin röde.) Ditta er öreigans „mater dolorosa", hún er ekki athafnarík eins og Pelle eða byltingarsinnuð eins og Morten, en hún, hin fátækasta allra, er gjöful á kærleik og umhyggju, hvemig sem að henni er húið í þeim gráa heimi, þar sem henni er markaður bás. Mann- úðin er alls staðar grundvallaratriðið í skáldskap Nexö. Richard Wright: Svertingjadrengur. — Gísli Ólafsson íslenzkaði. Höfundurinn er svertingi í Ameríku, og sagan mun styðjast við lians eigin ævisögu. Vel sögð saga með miklum fróðleik um líf svert- ingja þar sem hvítir menn em herra- þjóðin. Hann reynir ekki að gera kyn- bræður sína „hvíta“ heldur lýsir því sem misjafnt er í fari þeirra ekki síður hlutlægt en hvítu mönnunum, og sjálfur er pilturinn sem segir söguna athygli verður fyrir viljaþrek sitt og framsækni og leit að „einhverjum friðþægjandi til- gangi í baráttu sinni og þjáningu í mannheimum." Pearl S. Buck. Búrma, Loforðið, saga frá Kínastyrjöldinni, þýtt hafa Stefán Bjarman og Skúli Bjarkan. Höfundur er alinn upp í Kína og þekkir því land og þjóð vel. Loforðið er loforð sem Bretar og Bandaríkjamenn gáfu Sjan- kajsék um hjálp í stríðinu gegn Japön- um, en hann varð fyrst að senda tvö her- fylki til Búrma og hjálpa Bretum til að halda í skefjum þeirra gömlu kúguðu nýlenduþjóð. Og hann sendir þangað úrvalsherdeild sína, sem stráfellur þar í algerðu tilgangsleysi, að því er her- mönnunum virðist, og með fyrirlitningu Bretanna sem þeir hjálpa úr innikróun í frumskóginum. Átakanleg saga um sóun mannslífa, krydduð ástarævintýri hermanns og hjúkrunarkonu. John Galsworthy: Svipur kynslóðanna, Gísli Guðmundsson þýddi. Þetta eru sögukaflar eða smásögur af nokkrum úr Forsyte-ættinni, sem varð þessum höf- undi svo mikið yrkisefni. Nákvæmar og raunhæfar lýsingar á þessum brezku betrismáborgurum, sem hann þekkti inn að beini, og þeirra takmörkuðu áhyggju- efnum og áhugamálum. W. Somerset Maugham: Fjötrar, Einar Guðmundss. þýddi. Lengsta saga Maug- hams og að ýmsu hin merkilegasta. Þessi vandvirki og gáfaði höfundur hefur lagt mikla rækt við að rekja hér raunir bækl- aðs manns (ég kann illa við að kalla mann kryppling sem aðeins er haltur en hefur enga kryppu) og lýsa innra lífi hans. Sagan er auk þess spennandi, full af atvikum og margs konar fólki sem höfundur kann mjög.góð skil á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.